Golf

Mikil spenna fyrir lokahringinn í Oneida

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sung Hyun Park, efsta kona heimslistans, er ein fjögurra kylfinga sem deila efsta sætinu á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu.
Sung Hyun Park, efsta kona heimslistans, er ein fjögurra kylfinga sem deila efsta sætinu á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu. vísir/getty

Mikil spenna er fyrir lokahringinn á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu í golfi. Mótið fer fram í Oneida í Wisconsin og er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir á samtals 20 höggum undir pari. Þetta eru Shanshan Feng frá Kína, Tiffany Joh frá Bandaríkjunum, Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Sung Hyun Park, efsta kona heimslistans, frá Suður-Kóreu. Feng lék þeirra best á þriðja hringnum í gær, eða á sjö höggum undir pari.


Yealimi Noh frá Bandaríkjunum er fimmta á 19 höggum undir pari og Amy Yang frá Suður-Kóreu og Mina Harigae frá Bandaríkjunum koma þar á eftir á 18 höggum undir pari.

Hin suður-kóreska Sei Young Kim, sem vann mótið í fyrra, er í 32. sæti á ellefu höggum undir pari. Hún lék þriðja hringinn á sex höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn og endaði í 137. sæti af 140 keppendum.

Bein útsending frá fjórða og síðasta hring Thornberry Creek LPGA Classic mótsins hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport 4.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.