Körfubolti

Öruggt hjá Spáni sem varði EM-bikarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánn fagnar.
Spánn fagnar. vísir/getty
Spánn er Evrópumeistari kvenna eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM kvenna sem fór fram í Serbíu og Lettandi. Spánn vann tuttugu stiga sigur í úrslitaleiknum, 86-66.Spánn var að hitta vel í fyrsta leikhlutanum. Þær skoruðu 32 stig í fyrsta leikhlutanum og voru ellefu stigum yfir eftir hann, 32-21.Þær juku enn frekar forskotið í öðrum leikhlutanum og voru þrettán stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 50-37. Ærið verkefni framundan fyrir þær frönsku.Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhlutanum en Spánn náði alltaf að halda þeim frönsku í góðri fjarlægð. Sigurinn var svo aldrei í hættu og munurinn að endingu tuttugu stig.Þetta er því annað Evrópumótið í röð sem Spánn stendur uppi sem sigurvegari og hefur Spánn unnið þrjá af síðustu fjórum Evrópumótum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.