Fljótasta táningsstúlka sögunnar ekki líkleg til að ná bílprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 14:00 Amy Hunt trúði varla tímanum þegar hún kom í mark. Mynd/Twitter/@AmyHunt02 Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér. Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Getur sungið í sturtunni heima hjá en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér.
Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Getur sungið í sturtunni heima hjá en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira