Handbolti

Síðasti hálfleikurinn kostaði gullið á æfingamóti í Portúgal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Andri Einarsson er þjálfari U21 árs landsliðsins.
Einar Andri Einarsson er þjálfari U21 árs landsliðsins. vísir/bára

Íslenska U21 ára landsliðið varð að sætta sig við silfur á æfingamóti í Portúgal eftir tap gegn heimamönnum í lokaleiknum, 31-29.

Strákarnir okkar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum er liðin gengu til búningsherbergja, 19-15.

Sóknarleikurinn varð hins vegar stirðari í síðari hálfleiknum og strákarnir fengu á sig sextán mörk í síðari hálfleik, síðasta hálfleik mótsins. Lokatölur því tveggja marka tap, 31-29.

Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum mótsins gegn Japan og Argentínu, fá drengirnir silfur, en gestgjafarnir í Portúgal vinna mótið.

Einar Andri Einarsson er þjálfari liðsins en liðið er að búa sig undir heimsmeistaramótið sem fer fram á Spáni um miðjan júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.