Lífið

Black Eyed Peas stíga á svið í Laugar­dalnum í kvöld

Sylvía Hall skrifar
Það bíða margir spenntir eftir Black Eyed Peas.
Það bíða margir spenntir eftir Black Eyed Peas. Vísir/Getty

Fjörið heldur áfram á Secret Solstice í Laugardalnum í dag þar sem annar dagur tónlistarhátíðarinnar fer fram. Dagskrá hefst klukkan 15:30 og eru tónlistaratriðin ekki af verri endanum.

Gleðin á aðalsviðinu Valhalla hefst klukkan 16:00 þegar Konfekt stígur á svið. Því næst eru það þeir sívinsælu JóiPé og Króli sem skemmta gestum þangað til að plötusnúðurinn MR. G tekur við klukkan 17:15.

Eldheitir aðdáendur Eurovision geta svo glaðst yfir því að Hatari mun stíga á svið klukkan 18:20. Bandaríska rappsveitin Sugarhill Gang mætir svo á svæðið klukkan 19:20 og tekur sín vinsælustu lög sem flestir ættu að þekkja. Foreign Beggars og Black Eyed Peas eru svo síðustu atriði kvöldsins á Valhalla-sviðinu.

Á sviðinu í Gimla eru svo tónlistarmenn á borð við Boy Pablo, Högna, Sólstafi og Árstíðir sem skemmta hátíðargestum.

Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í dag.

Secret Solstice


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.