
Humar á Höfn
Við hjónin skelltum okkur á dögunum í hringferð kringum landið. Við skoluðum af okkur ferðarykið í heitum pottum og spjölluðum víða við ferðamenn. Fólk var venjulega hrifið af landi og þjóð en hafði á orði að verðlag í landinu væri út úr kú. Vöruverð í matvöruverslunum væri hátt en þó kastaði fyrst tólfunum þegar kæmi að gistingu og veitingahúsum. Við mölduðum í móinn og sögðum veitingamenn bera sig illa og að þeir reyndu að stilla verðinu í hóf.
Eitt kvöldið fórum við á vinsælan humarveitingastað á Höfn og pöntuðum dýrasta réttinn á matseðlinum fyrir 6.500 kr. Þjónninn kom eftir nokkra stund með 6 humarhala á grænkálsbeði auk tveggja heilla humra með haus og klær. Ég reiknaði út að þessir humrar væru ca 100 grömm svo að kílóverðið var 65 þúsund kall.
Hjarta mitt fylltist stolti. Íslenskir veitingamenn láta ekki deigan síga og halda ótrauðir áfram að okra á túristum. Við hjónin létum á engu bera og borðuðum humarinn og grænkálið og mikið af brauði til að seðja sárasta sultinn og fengum okkur uppáhellt kaffi fyrir 650 kr. X 2.
Margir hafa kvartað yfir illri umgengni túrista á landinu. Þeir gera hestana við vegkantinn að offitusjúklingum með brauðgjöfum. Margir spæna upp landið með utanvegaakstri. Veitingamenn stuðla með þessari verðlagningu að endurskipulagningu túrismans. Kannski getum við losað okkur við bakpokalýðinn og blönku túristana en fáum í staðinn almennilegt fólk sem finnst í lagi að „langoustine“ (lítill humar) kosti sama og rússenskur kavíar.
Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun

Vertu fyrirmynd
Signý Gunnarsdóttir skrifar

Er ég nógu merkilegur?
Friðrik Agni Árnason skrifar

Munum
Drífa Snædal skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn er krabbamein
Bragi Páll Sigurðarson skrifar

Velsældarhagkerfi
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Samherji bara sjúkdómseinkenni
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar

Sama hvaðan gott kemur? Sýnum góða starfshætti í loftslagsaðgerðum
Bergur Sigfússon, Edda Sif Pind Aradóttir, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sigurður Reynir Gíslason skrifar

Verkalýðshreyfingin málsvari þeirra sem verst standa
Drífa Snædal skrifar

Svar til áhyggjufulls skipstjóra Samherja
Jón Trausti Reynisson skrifar

Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu!
Katrín Oddsdóttir skrifar

Hver bjó til ellilífeyrisþega?
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Æ, æ og Úps!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Pisa og skekkjan í skólakerfinu
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Saklaus uns sekt er sönnuð
Páll Steingrímsson skrifar

Mikilvægi sjálfboðaliða
Þorgeir Þorsteinsson skrifar