Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur Íslandspósts í úttekt sem birtist í dag. Stjórnarhættir og eftirlit hafi verið ómarkvisst, eigendastefna ófullnægjandi og ekki hafi verið leitað eftir áliti Samkeppniseftirlitsins þegar það átti við. Úrbóta sé þörf. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30

Einnig fjöllum við áfram um stöðu fatlaðra barna í Hveragerði en bæjarstjórinn segir félagsmálaráðherra þurfa að útskýra betur rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim.

Við höldum áfram að fjalla um sykurskattinn og fjöllum um manneklu í leikskólum borgarinnar.

Einnig verðum við á staðnum þegar fyrstu keppendur WOW cyclothon hjóla af stað.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.