Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur Íslandspósts í úttekt sem birtist í dag. Stjórnarhættir og eftirlit hafi verið ómarkvisst, eigendastefna ófullnægjandi og ekki hafi verið leitað eftir áliti Samkeppniseftirlitsins þegar það átti við. Úrbóta sé þörf. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30Einnig fjöllum við áfram um stöðu fatlaðra barna í Hveragerði en bæjarstjórinn segir félagsmálaráðherra þurfa að útskýra betur rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim.Við höldum áfram að fjalla um sykurskattinn og fjöllum um manneklu í leikskólum borgarinnar.Einnig verðum við á staðnum þegar fyrstu keppendur WOW cyclothon hjóla af stað.Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.