Uppeldið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2019 08:00 Stjórnmálamenn lifa margir hverjir í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóð sína upp og venja hana á góða siði. Þannig er einstaklingum ekki treyst til að velja hvernig þeir haga lífi sínu, það þarf að velja fyrir þá. Hugmynd um sykurskatt, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, samkvæmt tillögum Landlæknisembættisins, er einmitt af þessum toga. Landlæknir vill vitaskuld hafa landsmenn á heilsufæði allan ársins hring en stjórnmálamenn eiga ekki að kasta sér á svo óraunhæfar hugmyndir. Nú þykir brýnt að koma í veg fyrir að almenningur, sem er talinn vera á stöðugum villigötum, láti slatta af sykri inn fyrir sínar varir. Til að gera fólki erfiðara fyrir þykir þjóðráð að leggja skatt á vöruna. Um leið er þeim skilaboðum komið áleiðis til verslunareigenda að best sé að varningurinn sé ekki áberandi í versluninni því það geti leitt almenning í freistni. Ekki þykir við hæfi að spyrja hvort einhverjir vilji láta freistast. Heilagleikinn í málflutningnum leyfir ekki þá hugsun að einstaklingur hafi til dæmis einbeittan vilja til að kaupa sér þann undursamlega drykk sem sykrað kók sannarlega er og þamba það af mikilli ánægju heima hjá sér. Nauðsynlegt þykir að koma vitinu fyrir slíkan einstakling. Ef fortölur duga ekki þá er ein leið að hækka vöruna þannig að hann neyðist til að víkja frá þeim sykraða lífsstíl sem hann hefur tamið sér – og reyndar haft gríðarlega ánægju af. Sú lausn er valin að hækka verð á kókdós í þeirri von að almenningur kaupi sér gulrætur í staðinn og japli á þeim. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta fýsileg mynd en það er ekki sjálfgefið að hún verði að raunveruleika. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem hafa mikið milli handanna láta sig engu skipta hvort varan sem þeir vilja hafi hækkað eitthvað, það eru hinir sem lítið eiga sem verða að hugsa sig um tvisvar. Sykurskattinn mætti því vel kalla fátækraskatt. Íslenskir stjórnmálamenn myndu gera þjóðinni mikið gagn ef þeir létu af því að reyna að ala hana upp og leyfa henni að bera ábyrgð á sjálfri sér. Uppeldisstarf fer þeim ekki vel enda byggist það að megninu til á alls kyns þvingunum og höftum sem eru til stöðugra leiðinda. Nú verður afar fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir þingmenn sem vilja að þjóðin hafi það sjálfsagða val að geta keypt sér bjór og léttvín í matvöruverslunum muni styðja hugmyndina um sérstakan sykurskatt og lenda um leið í hróplegri mótsögn við sjálfa sig. Slíkt hefur reyndar ekki vafist sérlega mikið fyrir þingmönnum þjóðarinnar því þeir eru þaulvanir að haga seglum eftir vindi. Langlíklegast er að einhverjir þeirra eigi trúnaðarsamtal við sannfæringu sína og fái hana til að beygja sig undir hina þvingandi forsjárhyggju. Heldur aumlegt hlutskipti þeirra þingmanna sem stöðugt eru með orð á vörum um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Stjórnmálamenn mættu muna að stundum gera þeir mest gagn með því að láta þjóð sína í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn lifa margir hverjir í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóð sína upp og venja hana á góða siði. Þannig er einstaklingum ekki treyst til að velja hvernig þeir haga lífi sínu, það þarf að velja fyrir þá. Hugmynd um sykurskatt, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, samkvæmt tillögum Landlæknisembættisins, er einmitt af þessum toga. Landlæknir vill vitaskuld hafa landsmenn á heilsufæði allan ársins hring en stjórnmálamenn eiga ekki að kasta sér á svo óraunhæfar hugmyndir. Nú þykir brýnt að koma í veg fyrir að almenningur, sem er talinn vera á stöðugum villigötum, láti slatta af sykri inn fyrir sínar varir. Til að gera fólki erfiðara fyrir þykir þjóðráð að leggja skatt á vöruna. Um leið er þeim skilaboðum komið áleiðis til verslunareigenda að best sé að varningurinn sé ekki áberandi í versluninni því það geti leitt almenning í freistni. Ekki þykir við hæfi að spyrja hvort einhverjir vilji láta freistast. Heilagleikinn í málflutningnum leyfir ekki þá hugsun að einstaklingur hafi til dæmis einbeittan vilja til að kaupa sér þann undursamlega drykk sem sykrað kók sannarlega er og þamba það af mikilli ánægju heima hjá sér. Nauðsynlegt þykir að koma vitinu fyrir slíkan einstakling. Ef fortölur duga ekki þá er ein leið að hækka vöruna þannig að hann neyðist til að víkja frá þeim sykraða lífsstíl sem hann hefur tamið sér – og reyndar haft gríðarlega ánægju af. Sú lausn er valin að hækka verð á kókdós í þeirri von að almenningur kaupi sér gulrætur í staðinn og japli á þeim. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta fýsileg mynd en það er ekki sjálfgefið að hún verði að raunveruleika. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem hafa mikið milli handanna láta sig engu skipta hvort varan sem þeir vilja hafi hækkað eitthvað, það eru hinir sem lítið eiga sem verða að hugsa sig um tvisvar. Sykurskattinn mætti því vel kalla fátækraskatt. Íslenskir stjórnmálamenn myndu gera þjóðinni mikið gagn ef þeir létu af því að reyna að ala hana upp og leyfa henni að bera ábyrgð á sjálfri sér. Uppeldisstarf fer þeim ekki vel enda byggist það að megninu til á alls kyns þvingunum og höftum sem eru til stöðugra leiðinda. Nú verður afar fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir þingmenn sem vilja að þjóðin hafi það sjálfsagða val að geta keypt sér bjór og léttvín í matvöruverslunum muni styðja hugmyndina um sérstakan sykurskatt og lenda um leið í hróplegri mótsögn við sjálfa sig. Slíkt hefur reyndar ekki vafist sérlega mikið fyrir þingmönnum þjóðarinnar því þeir eru þaulvanir að haga seglum eftir vindi. Langlíklegast er að einhverjir þeirra eigi trúnaðarsamtal við sannfæringu sína og fái hana til að beygja sig undir hina þvingandi forsjárhyggju. Heldur aumlegt hlutskipti þeirra þingmanna sem stöðugt eru með orð á vörum um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Stjórnmálamenn mættu muna að stundum gera þeir mest gagn með því að láta þjóð sína í friði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun