Gistinóttum á Airbnb fækkaði um 29 prósent Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 10:25 Rúmlega helmingur gistinátta er á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um 10,2% milli 2018 og 2019. Að sögn Hagstofunnar munaði þar mestu um staði sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður, þar sem fækkunin var 29%. Einnig var 5,2% samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2% fækkun á öðrum tegundum gististaða. Í úttekt Hagstofunnar fyrir gistinætur ferðamanna í nýliðnum maí segir að heildarfjöldi þeirra hafi verið 656 þúsund, samanborið við 731 þúsund sama mánuð í fyrra. Þannig voru gistinætur á hótelum og gistiheimilum 412 þúsund, gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 155 þúsund og um 89 þúsund í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Þrátt fyrir 3% fækkun gistinátta á hótelum fjölgaði þeim um 2% á höfuðborgarsvæðinu, en um 57% allra hótelgistinátta voru á því svæði. Að sama skapi fjölgaði gistinóttum á Austurlandi og Norðurlandi, um 17% og 11%. Hins vegar fækkaði gistinóttum töluvert á öðrum landssvæðum borið saman við maí í fyrra og vegur þar þyngst 25% samdráttur á Suðurnesjum og 12% samdráttur á Suðurlandi. Á tólf mánaða tímabili, frá júní 2018 til maí 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.405.800, sem er 2% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Nánar má fræðast um þróunina á vef Hagstofunnar. Airbnb Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. 27. júní 2019 22:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um 10,2% milli 2018 og 2019. Að sögn Hagstofunnar munaði þar mestu um staði sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður, þar sem fækkunin var 29%. Einnig var 5,2% samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2% fækkun á öðrum tegundum gististaða. Í úttekt Hagstofunnar fyrir gistinætur ferðamanna í nýliðnum maí segir að heildarfjöldi þeirra hafi verið 656 þúsund, samanborið við 731 þúsund sama mánuð í fyrra. Þannig voru gistinætur á hótelum og gistiheimilum 412 þúsund, gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 155 þúsund og um 89 þúsund í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Þrátt fyrir 3% fækkun gistinátta á hótelum fjölgaði þeim um 2% á höfuðborgarsvæðinu, en um 57% allra hótelgistinátta voru á því svæði. Að sama skapi fjölgaði gistinóttum á Austurlandi og Norðurlandi, um 17% og 11%. Hins vegar fækkaði gistinóttum töluvert á öðrum landssvæðum borið saman við maí í fyrra og vegur þar þyngst 25% samdráttur á Suðurnesjum og 12% samdráttur á Suðurlandi. Á tólf mánaða tímabili, frá júní 2018 til maí 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.405.800, sem er 2% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Nánar má fræðast um þróunina á vef Hagstofunnar.
Airbnb Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. 27. júní 2019 22:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30
Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. 27. júní 2019 22:00