Hvert er fyrsta skrefið í átt að sjálfbæru háskólasamfélagi? Eyrún Baldursdóttir skrifar 28. júní 2019 15:40 Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem hægt er flokka lífrænan úrgang. Við viljum öflugar almenningssamgöngur. Við viljum háskólasvæði þar sem eru upplýstir göngu- og hjólastígar milli bygginga. Öll uppbygging á háskólasvæðinu á að miða að sjálfbæru samfélagi þar sem stúdentar geta lifað bíllausum lífstíl og sótt grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Einn mikilvægasti þáttur þess er að matvöruverslun opni á svæðinu, en næstu lágvöruverslanir er að finna í 2,5- 4 km fjarlægð frá stúdentagörðum. Það þýðir að stúdentar þurfa að ganga í u.þ.b. 40 mínútur ætli þeir sér ekki að nota einkabíl eða strætó, nú eða versla við einu búðina á háskólasvæðinu, Háskólabúðina, sem rekin er af 10-11 og mun seint teljast hagkvæm fyrir veski stúdenta og býður ekki uppá fullnægjandi matvöruúrval. Matvöruverslun á háskólasvæðinu myndi auðvelda stúdentum og starfsfólki háskólans að sporna gegn loftslagsbreytingum og styðja við bíllausan lífstíl stúdenta og sjálfbært háskólasamfélag, auk þess að rekstur einkabíls er gríðarlega kostnaðarsamur og ekki á færi allra stúdenta. Svo má ekki gleyma því að lágvöruverslun á svæðinu myndi þjónusta fleiri en stúdenta, og nágrannar háskólasvæðisins í Vesturbænum og Skerjafirði myndu njóta góðs af. Ég skora því á eigendur lágvöruverslanakeðja að láta til skarar skríða og svara kalli stúdenta um almennilega matvöruverslun á háskólasvæðið. Húsnæði er í boði, t.d. í nýju húsnæði Grósku sem rís á Vísindagörðunum. Svona uppbygging er hluti af stefnu stúdentahreyfingarinnar Röskvu um framtíð háskólasvæðisins og átti fylkingin meðal annars fund með framkvæmdastjóra Vísindagarða í upphafi árs um málið og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Á sama fundi var einnig rætt um fleiri atriði sem er að finna í stefnu Röskvu um framtíð háskólasvæðisins, til dæmis að fá heilsugæslu fyrir stúdenta á háskólasvæðið og líkamsræktarstöð með aðgengi. Í greinagerð með samþykktu deiliskipulagi frá 12.maí 2016 liggur fyrir heimild til þess að starfrækja matvöruverslun á svæði Vísindagarða. Fulltrúar Vísindagarða eru jákvæðir og gera ráð fyrir þjónustunni í sínu deiliskipulagi. Eina sem vantar er vilji búðareiganda til að koma til móts við þarfir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem hægt er flokka lífrænan úrgang. Við viljum öflugar almenningssamgöngur. Við viljum háskólasvæði þar sem eru upplýstir göngu- og hjólastígar milli bygginga. Öll uppbygging á háskólasvæðinu á að miða að sjálfbæru samfélagi þar sem stúdentar geta lifað bíllausum lífstíl og sótt grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Einn mikilvægasti þáttur þess er að matvöruverslun opni á svæðinu, en næstu lágvöruverslanir er að finna í 2,5- 4 km fjarlægð frá stúdentagörðum. Það þýðir að stúdentar þurfa að ganga í u.þ.b. 40 mínútur ætli þeir sér ekki að nota einkabíl eða strætó, nú eða versla við einu búðina á háskólasvæðinu, Háskólabúðina, sem rekin er af 10-11 og mun seint teljast hagkvæm fyrir veski stúdenta og býður ekki uppá fullnægjandi matvöruúrval. Matvöruverslun á háskólasvæðinu myndi auðvelda stúdentum og starfsfólki háskólans að sporna gegn loftslagsbreytingum og styðja við bíllausan lífstíl stúdenta og sjálfbært háskólasamfélag, auk þess að rekstur einkabíls er gríðarlega kostnaðarsamur og ekki á færi allra stúdenta. Svo má ekki gleyma því að lágvöruverslun á svæðinu myndi þjónusta fleiri en stúdenta, og nágrannar háskólasvæðisins í Vesturbænum og Skerjafirði myndu njóta góðs af. Ég skora því á eigendur lágvöruverslanakeðja að láta til skarar skríða og svara kalli stúdenta um almennilega matvöruverslun á háskólasvæðið. Húsnæði er í boði, t.d. í nýju húsnæði Grósku sem rís á Vísindagörðunum. Svona uppbygging er hluti af stefnu stúdentahreyfingarinnar Röskvu um framtíð háskólasvæðisins og átti fylkingin meðal annars fund með framkvæmdastjóra Vísindagarða í upphafi árs um málið og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Á sama fundi var einnig rætt um fleiri atriði sem er að finna í stefnu Röskvu um framtíð háskólasvæðisins, til dæmis að fá heilsugæslu fyrir stúdenta á háskólasvæðið og líkamsræktarstöð með aðgengi. Í greinagerð með samþykktu deiliskipulagi frá 12.maí 2016 liggur fyrir heimild til þess að starfrækja matvöruverslun á svæði Vísindagarða. Fulltrúar Vísindagarða eru jákvæðir og gera ráð fyrir þjónustunni í sínu deiliskipulagi. Eina sem vantar er vilji búðareiganda til að koma til móts við þarfir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun