Handbolti

Elvar: Við vitum að við erum góðir í sókn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar á HM í janúar.
Elvar á HM í janúar. vísir/epa

Elvar Örn Jónsson hefur ekki áhyggjur af sóknarleik Íslands þrátt fyrir erfiðleika gegn Grikkjum ytra á miðvikudag.

Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöll í kvöld í lokaleik undankeppni EM 2020. Ísland er enn með örlögin í eigin höndum, en strákarnir hefðu getað tryggt sætið gegn Grikkjum í vikunni.

„Við ætluðum okkur sigur, en það gerðist ekki. Þetta var ekki okkar besti leikur,“ sagði Elvar Örn við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins.

„Við lærum af þessu, verðum að mæta betri til leiks.“

Íslenska liðið var í erfiðleikum með að skora mörk í leiknum við Grikki, meðal annars fóru fjölmörg dauðafæri úrskeiðis.

„Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var flottur fannst mér, við vorum að opna og fá færi. Líka í seinni en vði vorum að klikka svolítið á dauðafærum.“

„Það koma kaflar í seinni hálfleik þar sem sóknin er stirð en ég hef ekki áhyggjur. Við vitum að við erum góðir í sókn og ætlum að sýna það.“

Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Klippa: Elvar Örn: Vitum að við erum góðir í sóknAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.