Handbolti

Íslendingar í 3. styrkleikaflokki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar fagna sigrinum á Tyrkjum í gær.
Íslendingar fagna sigrinum á Tyrkjum í gær. vísir/andri marinó
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið 2020 sem Austurríki, Noregur og Svíþjóð halda í sameiningu. Drátturinn fer fram í Vín 28. júní.

Í fyrsta sinn verða þátttökuliðin á EM 24 talsins. Leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Efstu tvö liðin komast áfram í milliriðla sem verða leiknir í Vín og Malmö.

Auk Íslands eru Austurríki, Svartfjallaland, Sviss, Lettland og Portúgal í 3. styrkleikaflokki. Ljóst er að Ísland getur ekki lent í B-riðli í Vín en búið er að setja Austurríki í hann. Hinir riðlarnir verða leiknir í Graz, Þrándheimi, Malmö og Gautaborg.

Fyrir utan Guðmund Guðmundsson verða tveir íslenskir þjálfarar á EM. Kristján Andrésson er þjálfari Svíþjóðar sem endaði í 2. sæti á síðasta Evrópumóti. Svíar eru í 1. styrkleikaflokki og verða í F-riðli í Gautaborg.

Erlingur Richardsson er þjálfari Hollands sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í gær. Hollendingar eru í 4. styrkleikaflokki.

Ísland tryggði sér sæti á ellefta Evrópumótinu í röð með sigri á Tyrklandi, 32-22, í Laugardalshöllinni í gær. Íslendingar enduðu í 2. sæti riðils 3 í undankeppninni með átta stig, einu stigi á eftir Norður-Makedóníumönnum sem eru í 2. styrkleikaflokki.

Styrkleikaflokkarnir á EM 2020:

1. styrkleikaflokkur

Svíþjóð (í F-riðli í Gautaborg)

Danmörk (í E-riðli í Malmö)

Króatía (í A-riðli í Graz)

Tékkland

Frakkland

Spánn

2. styrkleikaflokkur

Noregur (í D-riðli í Þrándheimi)

Þýskaland (í C-riðli í Þrándheimi)

Norður-Makedónía

Ungverjaland

Slóvenía

Hvíta-Rússland

3. styrkleikaflokkur

Austurríki (í B-riðli í Vín)

ÍSLAND

Svartfjallaland

Portúgal

Sviss

Lettland

4. styrkleikaflokkur

Pólland

Rússland

Serbía

Úkraína

Bosnía

Holland


Tengdar fréttir

Myndasyrpa frá stórsigri Íslands

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM með öruggum tíu marka stórsigri á Tyrkjum í Laugardalshöll í dag.

Viktor Gísli: „Draumur í dós“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í leiknum en hann var með 51 prósenta markvörslu og fullt af stoðsendingum yfir allan völlinn.

Gummi um aldurinn á íslenska liðinu: „Þetta er einstakt í Evrópu“

Ísland tryggði sér í dag á stórmót í handbolta 11. skiptið í röð. Ísland vann Tyrkland 32-22 í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppnarinnar fyrir EM 2020 og tryggði sér þannig á mótið. Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands var gríðarlega ánægður með margt eftir leikinn, sérstaklega hvað hann tefldi fram ungu og efnilegu liði.

Arnór: „Svöruðum síðasta leik vel“

Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×