Handbolti

Viktor Gísli: „Draumur í dós“

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson
Viktor Gísli Hallgrímsson vísir/andri marinó

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í leiknum en hann var með 51 prósenta markvörslu og fullt af stoðsendingum yfir allan völlinn.

„Þetta er náttúrulega bara geggjað sko. Draumur í dós,” sagði um Viktor um frammistöðu sína í leiknum.

Viktor er ennþá unglingur en hann er fæddur árið 2000. Hann hefur ekki ennþá farið á stórmót en það eru einhverjar líkur á að hann fái að taka þátt fyrir hönd Íslands í janúar.

„Ég er mjög spenntur fyrir EM. Það er auðvitað alltaf draumur að fara á stórmót með A-landsliðinu.” 

Viktor skrifaði á dögunum undir hjá danska úrvalsdeildarfélaginu GOG. Viktor ætlar sér að nýta tækifærið hjá GOG til að sanna sig frekar fyrir landsliðsþjálfurunum og tryggja veru sína í landsliðshópnum fyrir EM.

„Ég ætla að æfa vel og síðan standa mig vel í dönsku deildinni. Ég fer þangað út núna í lok sumars.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.