Handbolti

Sturluð stemning er 150 þúsund manns hylltu Evrópumeistara Vardar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmennirnir fengu að leika sér aðeins með bikarinn.
Stuðningsmennirnir fengu að leika sér aðeins með bikarinn. vísir/getty
Það var mikil gleði í Norður-Makedóníu í gærkvöldi er Evrópumeistararnir í handbolta, RK Vardar, komu með bikarinn heim eftir Final 4 helgina í Köln um helgina.Vardar vann Veszprém með þremur mörkum í úrslitaleiknum, 27-24, eftir magnaða endurkomu í undanúrslitaleiknum þar sem þeir unnu Barcelona 29-27 eftir að hafa verið 16-9 undir í hálfleik.Norður-Makedónarnir settu lit sinn á úrslitahelgina í Köln um helgina þar sem þeir studdu duglega við bakið á sínu liði sem endaði á því að koma heim með þann stóra.Þeim var fagnað gífurlega við heimkomuna í gær en talið er að um 150 þúsund manns hafi mætt og hyllt Evrópumeistarana. Magnað myndband má sjá hér neðar í fréttinni.Fleiri mögnuð myndbönd frá veislunni í Skopje í gær má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.