Af hverju ekki? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:00 Of margir stjórnmálamenn hér á landi lifa í þeim misskilningi að það sé sérstakt hlutverk þeirra að hafa gætur á almenningi og setja honum alls kyns skorður. Þessi hópur stjórnmálamanna hefur takmarkaða trú á skynsemi almennings en því meiri trú á öllum mögulegum höftum. Dæmi um þetta er viðhorf þessa hóps til sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en forsjárhyggju-stjórnmálamennirnir mega ekki til þess hugsa að sú sjálfsagða þjónusta standi landsmönnum til boða. Í huganum sjá þeir þjóðina afvelta á fylliríi og æsku landsins farna í hundana. Hafa landsmenn ekki heyrt þetta áður? Ójú, það hafa þeir, því þetta er alveg sama svartnættisrausið sem var endurtekið í tíma og ótíma þegar umræðan um að leyfa bjórsölu hér á landi stóð sem hæst. Æskan átti að leiðast á glapstigu við það eitt að aðgangur að bjór yrði gerður auðveldur, vinnustundir áttu að glatast vegna dagdrykkju hins vinnandi manns og helgarfylliríin áttu að verða enn ógnvænlegri en áður. Ekkert af þessu gekk eftir. Það er hvimleitt þegar því er haldið að íslenskri þjóð að hún sé allt annarrar gerðar en aðrar þjóðir og það sem tíðkist erlendis geti engan veginn hentað hér. Rökin eru aldrei skýr, það eina sem er fullljóst er að einstaklingum er ekki treyst og því þurfi valdið að koma að ofan. Þannig er jafnvel talið stórhættulegt hér á landi að fólk geti keypt sér rauðvínsflösku í sömu verslun og það kaupir kótiletturnar eða mjólkina. Þetta gera Íslendingar þó í utanlandsferðum og þykir ósköp þægilegt. Ekki nema von að sífellt fleiri landsmenn spyrji af hverju þeir geti ekki gert þetta sama hér á landi. Nýleg könnun Maskínu sýnir að fleiri eru hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum en andvíg. Aldrei hafa fleiri verið hlynnt sölu á bjór í matvöruverslunum en einmitt nú. Munurinn er svo sem ekki ýkja mikill. Rúmlega 44 prósent eru hlynnt sölu léttvíns í matvöruverslunum og um 42 prósent andvíg. Um 45 prósent eru hlynnt sölu á bjór og 41 prósent er andvígt. Stórum hópi landsmanna finnst greinilega kominn tími til að hafna forsjárhyggju-hugsuninni sem hér hefur verið við lýði í þessum málum í alltof langan tíma. Andstæðingar þess að heimilt verði að selja vín og bjór í almennum verslunum hafa óspart vísað til þess að vilji þjóðarinnar sé skýr, hún vilji hafa þessi höft. Þessi nýja skoðanakönnun sýnir að vilji þjóðarinnar er nokkur annar en andstæðingarnir hafa talið hann vera. Könnunin sýnir líka að yngra fólk er líklegra en þeir sem eru sextugir og eldri til að vera fylgjandi því að bjór og léttvín verði til sölu í matvöruverslunum. Þetta unga fólk vill búa í opnu þjóðfélagi, án hafta, og kemur vitanlega ekki auga á rökin fyrir því að geta ekki gripið með sér rauðvínsflösku eða bjórkippu um leið og það kaupir í matinn. Slíkt frelsi býður engri hættu heim. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn vippi sér yfir í nútímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Of margir stjórnmálamenn hér á landi lifa í þeim misskilningi að það sé sérstakt hlutverk þeirra að hafa gætur á almenningi og setja honum alls kyns skorður. Þessi hópur stjórnmálamanna hefur takmarkaða trú á skynsemi almennings en því meiri trú á öllum mögulegum höftum. Dæmi um þetta er viðhorf þessa hóps til sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en forsjárhyggju-stjórnmálamennirnir mega ekki til þess hugsa að sú sjálfsagða þjónusta standi landsmönnum til boða. Í huganum sjá þeir þjóðina afvelta á fylliríi og æsku landsins farna í hundana. Hafa landsmenn ekki heyrt þetta áður? Ójú, það hafa þeir, því þetta er alveg sama svartnættisrausið sem var endurtekið í tíma og ótíma þegar umræðan um að leyfa bjórsölu hér á landi stóð sem hæst. Æskan átti að leiðast á glapstigu við það eitt að aðgangur að bjór yrði gerður auðveldur, vinnustundir áttu að glatast vegna dagdrykkju hins vinnandi manns og helgarfylliríin áttu að verða enn ógnvænlegri en áður. Ekkert af þessu gekk eftir. Það er hvimleitt þegar því er haldið að íslenskri þjóð að hún sé allt annarrar gerðar en aðrar þjóðir og það sem tíðkist erlendis geti engan veginn hentað hér. Rökin eru aldrei skýr, það eina sem er fullljóst er að einstaklingum er ekki treyst og því þurfi valdið að koma að ofan. Þannig er jafnvel talið stórhættulegt hér á landi að fólk geti keypt sér rauðvínsflösku í sömu verslun og það kaupir kótiletturnar eða mjólkina. Þetta gera Íslendingar þó í utanlandsferðum og þykir ósköp þægilegt. Ekki nema von að sífellt fleiri landsmenn spyrji af hverju þeir geti ekki gert þetta sama hér á landi. Nýleg könnun Maskínu sýnir að fleiri eru hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum en andvíg. Aldrei hafa fleiri verið hlynnt sölu á bjór í matvöruverslunum en einmitt nú. Munurinn er svo sem ekki ýkja mikill. Rúmlega 44 prósent eru hlynnt sölu léttvíns í matvöruverslunum og um 42 prósent andvíg. Um 45 prósent eru hlynnt sölu á bjór og 41 prósent er andvígt. Stórum hópi landsmanna finnst greinilega kominn tími til að hafna forsjárhyggju-hugsuninni sem hér hefur verið við lýði í þessum málum í alltof langan tíma. Andstæðingar þess að heimilt verði að selja vín og bjór í almennum verslunum hafa óspart vísað til þess að vilji þjóðarinnar sé skýr, hún vilji hafa þessi höft. Þessi nýja skoðanakönnun sýnir að vilji þjóðarinnar er nokkur annar en andstæðingarnir hafa talið hann vera. Könnunin sýnir líka að yngra fólk er líklegra en þeir sem eru sextugir og eldri til að vera fylgjandi því að bjór og léttvín verði til sölu í matvöruverslunum. Þetta unga fólk vill búa í opnu þjóðfélagi, án hafta, og kemur vitanlega ekki auga á rökin fyrir því að geta ekki gripið með sér rauðvínsflösku eða bjórkippu um leið og það kaupir í matinn. Slíkt frelsi býður engri hættu heim. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn vippi sér yfir í nútímann.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun