Handbolti

Velja Arnar Freyr og Elvar Örn bestu kaupin í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Freyr og Elvar.
Arnar Freyr og Elvar. vísir/getty/samsett

Einungis einn leikur er eftir af tímabilinu í danska handboltanum. Það er hreinn úrslitaleikur milli Íslendingaliðanna Álaborgar og GOG.

Álaborg jafnaði metin í 1-1 í gærkvöldi eftir mikla dramatík en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér danska titilinn. Oddaleikurinn fer fram í Álaborg á sunnudaginn.

Fjölmiðlar eru hins vegar farnir að horfa til næsta árs og TV 2 Sport, rétthafi deildarinnar, er farinn að skoða leikmannakaup liðanna fyrir næsta tímabil.

Peter Bruun Jørgensen, einn sérfræðinganna, velur Elvar Örn Jónsson bestu kaupin á leikmannamarkaðnum fyrir næsta tímabil en Elvar er á leið frá Íslandsmeisturum Selfoss til Skjern.

„Ég held að kaup Skjern á Elvari séu þau bestu. Hann sýndi það á HM hversu mikil gæði hann situr á. Sterkur í gegnumbrotum, góð skot og eins og allir Íslendingar leggur hann rosalega mikið á sig inni á vellinum,“ sagði Peter.

Annar sérfræðingur, Claus Møller Jakobsen, valdi Íslending en þó ekki þann sama. Hann valdi Arnar Freyr Arnarsson bestu kaupin en línumaður landsliðsins kemur til GOG frá Kristianstad í Svíþjóð.

„Ég held að bestu kaupin séu Arnar Arnarsson. Hann sýndi það á HM og í Meistaradeildinni að hann er í Bundesligu-klassa. Hann er með mikinn styrk og getur spilað allan leikinn,“ sagði Jakobsen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.