Körfubolti

Notaði risastórt svart gervityppi til að komast í gegnum lyfjapróf fyrir Ólympíuleika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamar Odom á bekknum á ÓL í Aþenu 2004. Hann svindlaði á lyfjaprófi til að komast þangað.
Lamar Odom á bekknum á ÓL í Aþenu 2004. Hann svindlaði á lyfjaprófi til að komast þangað. Getty/Andreas Rentz

Lamar Odom var á árum áður stórstjarna í NBA-deildinni í körfubolta og landsliðsmaður Bandaríkjanna í körfubolta áður en líf hans fór að halla undan fæti.

Lamar Odom varð meðal annars NBA-meistari með Los Angeles Lakers tvö ár í röð frá 2009 til 22010. Hann skoraði 12,3 stig að meðaltali í úrslitakeppninni 2009 og var í stóru hlutverki í báðum titlum.

Í nýrri ævisögu Lamar Odom sem er að koma út á næstunni þá segir Odom frá því hvernig honum tókst að komast í gegnum lyfjapróf fyrir Ólympíuleikana árið 2004. Það tímabil lék hann með Miami Heat og var með 17,1 stig, 9,7 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Leikarnir fóru þá fram í Aþenu og Lamar Odom var valinn í bandaríska landsliðið. Vandamálið var lyfjapróf sem hann þurfti að standast nokkrum dögum eftir að valið var kunngjört.

Odom hefði nefnilega verið að reykja gras allt sumarið og vissi að hann myndi aldrei standast þetta lyfjapróf. Þá voru góð ráð dýr en Lamar Odom dó aftur á móti ekki ráðalaus.Lamar Odom segir frá því í bókinni hvernig honum tókst að plata lyfjaeftirlitsmanninn á ótrúlegan hátt.

Lamar Odom fann risastórt svart gervi typpi á netinu eftir að hafa leitað á Google. Það kom með hraðpósti daginn eftir. Einkaþjálfari Lamar Odom reddaði honum „hreinu“ þvagi sem var síðan geymt í pungnum á gervi typpinu. Odom tók síðan typpið og festi það á sig.

Lyfjaeftirlitsmaðurinn kom inn í baðherbergið og var í 60 sentimetra fjarlægði þegar Lamar Odom tók gervityppið út.

„Ég renndi frá og tók gervityppið varlega út um rennilásinn. Ég þurfti síðan að kreista typpið mörgum sinnum til að ná þvaginu út,“ lýsir Lamar Odom í bókinni.Lamar Odom hafði enn áhyggjur af því að svindlið uppgötvaðist þegar hann rétti lyfjaeftirlitsmanninum glasið með þvaginu. Sá hinn sami mældi hitastig þess og virtist vera sáttur eftir þá mælingu. Hann óskaði Lamar Odom í það minnsta til hamingju að vera kominn í bandaríska landsliðið.  Odom var síðan mættur til Aþenu um haustið.

Í bandaríska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum í Aþenu 2004 voru leikmenn eins og Tim Duncan, Allen Iverson, Stephon Marbury, LeBron James og Carmelo Anthony. Það voru því mikil vonbrigði fyrir alla þegar liði náði bara að vinna bronsið á leikunum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.