Formúla 1

Niki Lauda látinn

Bragi Þórðarson skrifar
Niki Lauda vann þrjá heimsmeistaratitla sem ökumaður í Formúlu 1
Niki Lauda vann þrjá heimsmeistaratitla sem ökumaður í Formúlu 1 Getty

Austurríkisbúinn Niki Lauda lést sjötugur að aldri á mánudaginn, níu mánuðum eftir að hafa farið í lungnaígræðslu.

Lauda varð heimsmeistari í Formúlu 1 með Ferrari árin 1975 og 1977 og með McLaren árið 1984. Hann er eini ökuþórinn í sögu Formúlu 1 til að ná titlum með báðum þessum stórliðum.

Í þýska kappakstrinum árið 1976 lenti Lauda í harkalegum árekstri er kviknaði í Ferrari bíl hans. Niki fékk þriðja stigs bruna á höfuð og andlit ásamt því að hafa andað að sér mikið af skaðsömum gufum sem að sködduðu lungu hans.

Lauda verður sárt saknað en eftir feril sinn sem Formúlu 1 ökuþór stofnaði Austurríkisbúinn flugfélag. Síðastliðin ár vann hann sem formaður hjá Mercedes Formúlu liðinu og átti hann stóran þátt í því að fá Lewis Hamilton til liðsins árið 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.