Hvað er næsta Game of Thrones? Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Reiknað er með að heildarkostnaður við framleiðslu síðustu þáttaraðar Game of Thrones, sem lauk nú á sunnudaginn, hafi numið um 90 milljónum dollara, eða 11 milljörðum króna. Kostnaður hvers þáttar er með því mesta sem sést hefur og í fljótu bragði virðist sem læknaþættirnir ER séu einir um að hafa verið dýrari þegar mest lét. Þó að Game of Thrones hafi nú lokið göngu sinni er framleiðsla rándýrra sjónvarpsþátta rétt að byrja, enda vilja allir eignast sitt eigið Game of Thrones. Þannig er Jeff Bezos, eigandi Amazon, sagður hafa komist að orði í aðdraganda þess að greiddar voru 250 milljónir dollara fyrir framleiðslurétt þáttaraðar sem byggð verður á Hringadróttinssögu. Reiknað er með að framleiðslukostnaður þáttanna nemi um 750 milljónum dollara til viðbótar sem gerir þá tæplega tvöfalt dýrari en Game of Thrones. Disney ætlar sér auk þess stóra sneið af sjónvarpskökunni þegar nýrri streymisveitu fyrirtækisins, Disney+, verður hleypt af stokkunum í haust. Þá verða meðal annars Star Wars þættirnir um manninn frá Mandalore frumsýndir og mun hver hinna tíu þátta kosta 10 milljónir dollara. Með tilkomu Disney+ missir Netflix vinsælt dagskrárefni af veitu sinni en bætir upp fyrir það með því að verja hátt í 2.000 milljörðum króna í kaup á efni í ár. Apple hefur innreið sína á markaðinn með streymisveitu í haust og verður um 250 milljörðum króna varið til efniskaupa. En hvað er næsta Game of Thrones? Líklega er svarið Game of Thrones. Það ætti ekki að koma á óvart að HBO mun áfram veðja á vinsældir hugarheims George R. R. Martin. Nú er kappinn að skrifa nýja þætti og reiknað er með að kostnaður við framleiðslu hvers þeirra verði á við dýrustu þáttaraðir. Star Wars, Game of Thrones og Lord of the Rings. Það er ekki beint verið að finna upp hjólið, en það verður öllum sama um það þegar tekjurnar streyma inn.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Game of Thrones Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við framleiðslu síðustu þáttaraðar Game of Thrones, sem lauk nú á sunnudaginn, hafi numið um 90 milljónum dollara, eða 11 milljörðum króna. Kostnaður hvers þáttar er með því mesta sem sést hefur og í fljótu bragði virðist sem læknaþættirnir ER séu einir um að hafa verið dýrari þegar mest lét. Þó að Game of Thrones hafi nú lokið göngu sinni er framleiðsla rándýrra sjónvarpsþátta rétt að byrja, enda vilja allir eignast sitt eigið Game of Thrones. Þannig er Jeff Bezos, eigandi Amazon, sagður hafa komist að orði í aðdraganda þess að greiddar voru 250 milljónir dollara fyrir framleiðslurétt þáttaraðar sem byggð verður á Hringadróttinssögu. Reiknað er með að framleiðslukostnaður þáttanna nemi um 750 milljónum dollara til viðbótar sem gerir þá tæplega tvöfalt dýrari en Game of Thrones. Disney ætlar sér auk þess stóra sneið af sjónvarpskökunni þegar nýrri streymisveitu fyrirtækisins, Disney+, verður hleypt af stokkunum í haust. Þá verða meðal annars Star Wars þættirnir um manninn frá Mandalore frumsýndir og mun hver hinna tíu þátta kosta 10 milljónir dollara. Með tilkomu Disney+ missir Netflix vinsælt dagskrárefni af veitu sinni en bætir upp fyrir það með því að verja hátt í 2.000 milljörðum króna í kaup á efni í ár. Apple hefur innreið sína á markaðinn með streymisveitu í haust og verður um 250 milljörðum króna varið til efniskaupa. En hvað er næsta Game of Thrones? Líklega er svarið Game of Thrones. Það ætti ekki að koma á óvart að HBO mun áfram veðja á vinsældir hugarheims George R. R. Martin. Nú er kappinn að skrifa nýja þætti og reiknað er með að kostnaður við framleiðslu hvers þeirra verði á við dýrustu þáttaraðir. Star Wars, Game of Thrones og Lord of the Rings. Það er ekki beint verið að finna upp hjólið, en það verður öllum sama um það þegar tekjurnar streyma inn.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar