Handbolti

Stefán Rafn og félagar þurfa að sætta sig við silfrið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stefán fagnar marki í búningi Pick.
Stefán fagnar marki í búningi Pick. vísir/getty
Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í Pick Szeged gerðu jafntefli við Veszprem í lokaleik ungversku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, 27-27, en liðin voru að heyja baráttu um ungversku meistaratignina eftir að hafa verið langefst í deildarkeppninni.Liðin mættust á heimavelli Veszprem fyrir viku síðan og hafði Veszprem þar stórsigur, 35-24. Það var því ljóst að Stefán Rafn og félagar þurftu að eiga sinn allra besta leik í dag.Niðurstaðan hins vegar sú að Veszprem er ungverskur meistari þar sem þeir vinna einvígið samanlagt 62-51.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.