Handbolti

Stefán Rafn og félagar þurfa að sætta sig við silfrið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stefán fagnar marki í búningi Pick.
Stefán fagnar marki í búningi Pick. vísir/getty

Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í Pick Szeged gerðu jafntefli við Veszprem í lokaleik ungversku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, 27-27, en liðin voru að heyja baráttu um ungversku meistaratignina eftir að hafa verið langefst í deildarkeppninni.

Liðin mættust á heimavelli Veszprem fyrir viku síðan og hafði Veszprem þar stórsigur, 35-24. Það var því ljóst að Stefán Rafn og félagar þurftu að eiga sinn allra besta leik í dag.

Niðurstaðan hins vegar sú að Veszprem er ungverskur meistari þar sem þeir vinna einvígið samanlagt 62-51.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.