Handbolti

Stefán Rafn og félagar í erfiðri stöðu eftir að hafa kastað frá sér fyrri úrslitaleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán Rafn í leik með Szeged.
Stefán Rafn í leik með Szeged. vísir/getty

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark er lið hans Pick Szeged fékk skell 35-24 gegn Veszprém í fyrsta úrslitaleik liðanna.

Það var fínn kraftur í Pick í fyrri hálfleik og þeir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Það gekk hins vegar ekkert í síðari hálfleik og Veszprém rúllaði yfir Pick.

Eina mark Hafnfirðingsins kom úr vítakasti en hann hefur oftar en ekki skorað fleiri mörk en hann gerði í kvöld. Hann hefur verið einn markahæsti leikmaður Pick í vetur.

Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en Stefán Rafn og félagar þurfa að vinna upp ellefu marka forskot eftir hörmulegan síðari hálfleik í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.