Körfubolti

Kristófer horfir til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristófer Acox.
Kristófer Acox.

Besti leikmaður Dominos-deildar karla, Kristófer Acox, stefnir út á nýjan leik og að þessu sinni horfir hann út fyrir Evrópu.

„Hugurinn leitar alltaf út ef tækifæri eru í boði. Það væri þá eitthvað annað en Evrópa,“ segir Kristófer en hann byrjaði veturinn með Denaine Voltare í Frakklandi en snéri heim í KR í nóvember.

„Það hefur eitthvað verið að poppa upp í Asíu og það er eitthvað sem ég yrði spenntur að skoða. Nú síðast kom upp möguleiki í Kína. Það er samt á grunnstigi en maður skoðar það eftir því sem líður á sumarið.“

Verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá Kristófer í sumar en Kínverjar eru að bjóða mönnum mikinn pening í körfuboltanum í Kína rétt eins og í fótboltanum.


Klippa: Kínverskt lið hefur áhuga á Kristófer Acox


Tengdar fréttir

Helena og Kristófer valin best annað tímabilið í röð

Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.