Alla leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hin íslenska þjóðarsál er alla jafna fremur nöldursöm og gjörn á að æsa sig af minnsta tilefni. Hjá sumum er eins og þessi neikvæðni sé sérstakt áhugamál sem gefi tilverunni meira gildi en ella. Þannig hríslast viss tegund af sælukennd um nöldrarana þegar þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar á netinu eða annars staðar. Vegna þess hversu áberandi nöldurhneigð þjóðarinnar er þá er alltaf viss léttir þegar hún víkur fyrir gleði og eftirvæntingu. Einmitt þetta gerist ár hvert þegar íslenska þjóðin sameinast í von um árangur í Eurovision. Af einhverjum ástæðum sér hún Eurovision sem stökkpall og mælikvarða á ágæti sitt í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem nær dregur keppni stigmagnast ákafinn og nær til allra aldurshópa. Ár hvert má heyra leikskólabörn syngja af innlifun framlag Íslendinga. Óneitanlega var nokkuð krúttlegt að heyra þau syngja af einlægni fyrir örfáum árum: „Burtu með fordóma/og annan eins ósóma.“ Þetta árið kvaka þau af sömu einlægni: „Hatrið mun sigra!“ Einhvern veginn tekst þeim að gera hið ómögulega og fá orðin til að hljóma næstum því krúttlega. Það skiptir ekki máli hvort fulltrúar Íslands eru leikskólakennarar eða veraldarvant ungt fólk í BDSM-klæðnaði veifandi tilheyrandi tólum og tækjum, þjóðin á sér þá heitustu ósk að þeir komist alla leið. Kaupmenn nýta sér þetta óspart og sýna margs konar snilli við að tengja alls kyns varning við keppnina og selja eins og heitar lummur. Kaupmaðurinn hirðir gróðann og er kampakátur og viðskiptavinurinn ljómar af ánægju með allan Eurovision-varninginn sinn. Semsagt, allir græða. BDSM hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu og nú. Á heimasíðu samtakanna segir að BDSM standi fyrir: bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta. Það munar sannarlega ekki um það! Það gæti reynst nokkuð erfitt að útskýra hvað í þessu felst fyrir leikskóla- og grunnskólabörnum, en í fyllingu tímans munu þau sennilega flest átta sig á merkingunni. BDSM-samtökin geta hins vegar fagnað því að landsmenn mæta BDSM með samblandi af elskusemi, áhuga og forvitni. Einhvern tíma hefði maður haldið að slíkt gæti ekki gerst. Vonin um sigur í keppninni hefur fylgt Íslendingum frá því þeir tóku fyrst þátt í henni og kannski hafa þeir aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú. Endalaust má spyrja hvað það sé sem geri að verkum að þjóðin fær ár hvert Eurovison-æði og þyki keppnin ómissandi menningarviðburður. Það er félagsfræðinga eða djúpsálarfræðinga að greina það. Hver svo sem ástæðan er þá stendur eftir að þegar kemur að Eurovision þá fer þjóðin alla leið. Hún stendur með keppendum, er sjálf í keppnisskapi, heldur Eurovisionpartý og gerir vel við sig í mat og drykk – og þetta árið kaupir hún gaddakylfur og leðursvipur og fleira dót sem þykir ómissandi i allri stemningunni. Þjóðin er allavega í góðu skapi og er óneitanlega skemmtilegri þannig en þegar hún er í nöldurgírnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hin íslenska þjóðarsál er alla jafna fremur nöldursöm og gjörn á að æsa sig af minnsta tilefni. Hjá sumum er eins og þessi neikvæðni sé sérstakt áhugamál sem gefi tilverunni meira gildi en ella. Þannig hríslast viss tegund af sælukennd um nöldrarana þegar þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar á netinu eða annars staðar. Vegna þess hversu áberandi nöldurhneigð þjóðarinnar er þá er alltaf viss léttir þegar hún víkur fyrir gleði og eftirvæntingu. Einmitt þetta gerist ár hvert þegar íslenska þjóðin sameinast í von um árangur í Eurovision. Af einhverjum ástæðum sér hún Eurovision sem stökkpall og mælikvarða á ágæti sitt í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem nær dregur keppni stigmagnast ákafinn og nær til allra aldurshópa. Ár hvert má heyra leikskólabörn syngja af innlifun framlag Íslendinga. Óneitanlega var nokkuð krúttlegt að heyra þau syngja af einlægni fyrir örfáum árum: „Burtu með fordóma/og annan eins ósóma.“ Þetta árið kvaka þau af sömu einlægni: „Hatrið mun sigra!“ Einhvern veginn tekst þeim að gera hið ómögulega og fá orðin til að hljóma næstum því krúttlega. Það skiptir ekki máli hvort fulltrúar Íslands eru leikskólakennarar eða veraldarvant ungt fólk í BDSM-klæðnaði veifandi tilheyrandi tólum og tækjum, þjóðin á sér þá heitustu ósk að þeir komist alla leið. Kaupmenn nýta sér þetta óspart og sýna margs konar snilli við að tengja alls kyns varning við keppnina og selja eins og heitar lummur. Kaupmaðurinn hirðir gróðann og er kampakátur og viðskiptavinurinn ljómar af ánægju með allan Eurovision-varninginn sinn. Semsagt, allir græða. BDSM hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu og nú. Á heimasíðu samtakanna segir að BDSM standi fyrir: bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta. Það munar sannarlega ekki um það! Það gæti reynst nokkuð erfitt að útskýra hvað í þessu felst fyrir leikskóla- og grunnskólabörnum, en í fyllingu tímans munu þau sennilega flest átta sig á merkingunni. BDSM-samtökin geta hins vegar fagnað því að landsmenn mæta BDSM með samblandi af elskusemi, áhuga og forvitni. Einhvern tíma hefði maður haldið að slíkt gæti ekki gerst. Vonin um sigur í keppninni hefur fylgt Íslendingum frá því þeir tóku fyrst þátt í henni og kannski hafa þeir aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú. Endalaust má spyrja hvað það sé sem geri að verkum að þjóðin fær ár hvert Eurovison-æði og þyki keppnin ómissandi menningarviðburður. Það er félagsfræðinga eða djúpsálarfræðinga að greina það. Hver svo sem ástæðan er þá stendur eftir að þegar kemur að Eurovision þá fer þjóðin alla leið. Hún stendur með keppendum, er sjálf í keppnisskapi, heldur Eurovisionpartý og gerir vel við sig í mat og drykk – og þetta árið kaupir hún gaddakylfur og leðursvipur og fleira dót sem þykir ómissandi i allri stemningunni. Þjóðin er allavega í góðu skapi og er óneitanlega skemmtilegri þannig en þegar hún er í nöldurgírnum.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun