Alla leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hin íslenska þjóðarsál er alla jafna fremur nöldursöm og gjörn á að æsa sig af minnsta tilefni. Hjá sumum er eins og þessi neikvæðni sé sérstakt áhugamál sem gefi tilverunni meira gildi en ella. Þannig hríslast viss tegund af sælukennd um nöldrarana þegar þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar á netinu eða annars staðar. Vegna þess hversu áberandi nöldurhneigð þjóðarinnar er þá er alltaf viss léttir þegar hún víkur fyrir gleði og eftirvæntingu. Einmitt þetta gerist ár hvert þegar íslenska þjóðin sameinast í von um árangur í Eurovision. Af einhverjum ástæðum sér hún Eurovision sem stökkpall og mælikvarða á ágæti sitt í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem nær dregur keppni stigmagnast ákafinn og nær til allra aldurshópa. Ár hvert má heyra leikskólabörn syngja af innlifun framlag Íslendinga. Óneitanlega var nokkuð krúttlegt að heyra þau syngja af einlægni fyrir örfáum árum: „Burtu með fordóma/og annan eins ósóma.“ Þetta árið kvaka þau af sömu einlægni: „Hatrið mun sigra!“ Einhvern veginn tekst þeim að gera hið ómögulega og fá orðin til að hljóma næstum því krúttlega. Það skiptir ekki máli hvort fulltrúar Íslands eru leikskólakennarar eða veraldarvant ungt fólk í BDSM-klæðnaði veifandi tilheyrandi tólum og tækjum, þjóðin á sér þá heitustu ósk að þeir komist alla leið. Kaupmenn nýta sér þetta óspart og sýna margs konar snilli við að tengja alls kyns varning við keppnina og selja eins og heitar lummur. Kaupmaðurinn hirðir gróðann og er kampakátur og viðskiptavinurinn ljómar af ánægju með allan Eurovision-varninginn sinn. Semsagt, allir græða. BDSM hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu og nú. Á heimasíðu samtakanna segir að BDSM standi fyrir: bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta. Það munar sannarlega ekki um það! Það gæti reynst nokkuð erfitt að útskýra hvað í þessu felst fyrir leikskóla- og grunnskólabörnum, en í fyllingu tímans munu þau sennilega flest átta sig á merkingunni. BDSM-samtökin geta hins vegar fagnað því að landsmenn mæta BDSM með samblandi af elskusemi, áhuga og forvitni. Einhvern tíma hefði maður haldið að slíkt gæti ekki gerst. Vonin um sigur í keppninni hefur fylgt Íslendingum frá því þeir tóku fyrst þátt í henni og kannski hafa þeir aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú. Endalaust má spyrja hvað það sé sem geri að verkum að þjóðin fær ár hvert Eurovison-æði og þyki keppnin ómissandi menningarviðburður. Það er félagsfræðinga eða djúpsálarfræðinga að greina það. Hver svo sem ástæðan er þá stendur eftir að þegar kemur að Eurovision þá fer þjóðin alla leið. Hún stendur með keppendum, er sjálf í keppnisskapi, heldur Eurovisionpartý og gerir vel við sig í mat og drykk – og þetta árið kaupir hún gaddakylfur og leðursvipur og fleira dót sem þykir ómissandi i allri stemningunni. Þjóðin er allavega í góðu skapi og er óneitanlega skemmtilegri þannig en þegar hún er í nöldurgírnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hin íslenska þjóðarsál er alla jafna fremur nöldursöm og gjörn á að æsa sig af minnsta tilefni. Hjá sumum er eins og þessi neikvæðni sé sérstakt áhugamál sem gefi tilverunni meira gildi en ella. Þannig hríslast viss tegund af sælukennd um nöldrarana þegar þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar á netinu eða annars staðar. Vegna þess hversu áberandi nöldurhneigð þjóðarinnar er þá er alltaf viss léttir þegar hún víkur fyrir gleði og eftirvæntingu. Einmitt þetta gerist ár hvert þegar íslenska þjóðin sameinast í von um árangur í Eurovision. Af einhverjum ástæðum sér hún Eurovision sem stökkpall og mælikvarða á ágæti sitt í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem nær dregur keppni stigmagnast ákafinn og nær til allra aldurshópa. Ár hvert má heyra leikskólabörn syngja af innlifun framlag Íslendinga. Óneitanlega var nokkuð krúttlegt að heyra þau syngja af einlægni fyrir örfáum árum: „Burtu með fordóma/og annan eins ósóma.“ Þetta árið kvaka þau af sömu einlægni: „Hatrið mun sigra!“ Einhvern veginn tekst þeim að gera hið ómögulega og fá orðin til að hljóma næstum því krúttlega. Það skiptir ekki máli hvort fulltrúar Íslands eru leikskólakennarar eða veraldarvant ungt fólk í BDSM-klæðnaði veifandi tilheyrandi tólum og tækjum, þjóðin á sér þá heitustu ósk að þeir komist alla leið. Kaupmenn nýta sér þetta óspart og sýna margs konar snilli við að tengja alls kyns varning við keppnina og selja eins og heitar lummur. Kaupmaðurinn hirðir gróðann og er kampakátur og viðskiptavinurinn ljómar af ánægju með allan Eurovision-varninginn sinn. Semsagt, allir græða. BDSM hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu og nú. Á heimasíðu samtakanna segir að BDSM standi fyrir: bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta. Það munar sannarlega ekki um það! Það gæti reynst nokkuð erfitt að útskýra hvað í þessu felst fyrir leikskóla- og grunnskólabörnum, en í fyllingu tímans munu þau sennilega flest átta sig á merkingunni. BDSM-samtökin geta hins vegar fagnað því að landsmenn mæta BDSM með samblandi af elskusemi, áhuga og forvitni. Einhvern tíma hefði maður haldið að slíkt gæti ekki gerst. Vonin um sigur í keppninni hefur fylgt Íslendingum frá því þeir tóku fyrst þátt í henni og kannski hafa þeir aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú. Endalaust má spyrja hvað það sé sem geri að verkum að þjóðin fær ár hvert Eurovison-æði og þyki keppnin ómissandi menningarviðburður. Það er félagsfræðinga eða djúpsálarfræðinga að greina það. Hver svo sem ástæðan er þá stendur eftir að þegar kemur að Eurovision þá fer þjóðin alla leið. Hún stendur með keppendum, er sjálf í keppnisskapi, heldur Eurovisionpartý og gerir vel við sig í mat og drykk – og þetta árið kaupir hún gaddakylfur og leðursvipur og fleira dót sem þykir ómissandi i allri stemningunni. Þjóðin er allavega í góðu skapi og er óneitanlega skemmtilegri þannig en þegar hún er í nöldurgírnum.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun