Handbolti

Sävehof stal heimaleikjaréttinum í úrslitunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu fyrsta leikinn gegn Alingsås í úrslitunum um Svíþjóðarmeistaratitilinn í handbolta í dag.

Ágúst Elí náði sér ekki á strik og varði aðeins þrjá bolta í markinu en það kom ekki að sök því kollegi hans Simon Möller var með 40 prósenta markvörslu þann tíma sem hann var inn á og Sävehof vann leikinn 30-33.

Liðsheildin var sterk hjá Sävehof og voru þrír menn með sjö mörk, þeir Oskar Sunnefeldt, Viktor Ottosson og Sebastian Karlsson.

Alingsås var á heimavelli og leiddi leikinn 17-16 í hálfleik en eftir jafnan og spennandi seinni hálfleik átti Sävehof 5-0 kafla á síðustu mínútunum og tryggði sér sterkan sigur.

Sävehof stal þar með heimaleikjaréttinum, en þrjá sigra þarf til að verða meistari. Næsti leikur er á heimavelli Sävehof á þriðjudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.