Handbolti

Sävehof stal heimaleikjaréttinum í úrslitunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu fyrsta leikinn gegn Alingsås í úrslitunum um Svíþjóðarmeistaratitilinn í handbolta í dag.Ágúst Elí náði sér ekki á strik og varði aðeins þrjá bolta í markinu en það kom ekki að sök því kollegi hans Simon Möller var með 40 prósenta markvörslu þann tíma sem hann var inn á og Sävehof vann leikinn 30-33.Liðsheildin var sterk hjá Sävehof og voru þrír menn með sjö mörk, þeir Oskar Sunnefeldt, Viktor Ottosson og Sebastian Karlsson.Alingsås var á heimavelli og leiddi leikinn 17-16 í hálfleik en eftir jafnan og spennandi seinni hálfleik átti Sävehof 5-0 kafla á síðustu mínútunum og tryggði sér sterkan sigur.Sävehof stal þar með heimaleikjaréttinum, en þrjá sigra þarf til að verða meistari. Næsti leikur er á heimavelli Sävehof á þriðjudag.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.