Körfubolti

Fimmti oddaleikurinn á öldinni og sá þriðji í DHL-höllinni á tíu árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá oddaleik KR og Grindavíkur árið 2009.
Frá oddaleik KR og Grindavíkur árið 2009. Vísir/Daníel

KR og ÍR mætast á morgun í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild karla í körfubolta.

Bæði lið hafa unnið tvo leiki í úrslitaeinvíginu og því þarf fimmta leikinn sem fram fer í DHL-höllinni klukkan 20.00 annað kvöld.

Þetta er fimmti oddaleikurinn á öldinni og sá þriðji sem fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga á síðustu tíu árum.

DHL-höllin var full út að dyrum bæði 2009 og 2017 en í báðum leikjum vann KR sigur á Grindavík. Það má einnig búast við troðfullu húsi í Frostaskjólinu annað kvöld.

Alls hafa verið spilaðir ellefu oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Heimaliðið hefur unnið átta þeirra en aðeins þrjú útilið hafa fagnað sigri.

Síðasta útiliðið til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik var Snæfellsliðið vorið 2010 en Njarðvíkurliðið frá 1994 og Haukaliðinu frá 1988 tókst einnig að tryggja sér titilinn á útivelli.

Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn:
1985:* Njarðvík 67-61 Haukar
1988:* Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar
1989:* Keflavík 89-72 KR
1991: Njarðvík 84-75 Keflavík
1992: Keflavík 77-68 Valur
1994: Grindavík 67-68 Njarðvík
1999: Keflavík 88-82 Njarðvík
2009: KR 84-83 Grindavík
2010: Keflavík 69-105 Snæfell
2013: Grindavík 79-74 Stjarnan
2017: KR 95-56 Grindavík
2019: KR 4. maí 2019 ÍR
* Þurfti bara að vinna tvo leiki

Íþróttahús með flesta oddaleiki um Íslandsmeistaratitilinn:
4 sinnum - Keflavík (1989, 1992, 1999 og 2010)
3 sinnum - DHL-höllin (2009, 2017 og 2019)
3 sinnum - Njarðvík (1985, 1988 og 1991)
2 sinnum - Grindavík (1994 og 2013)

Flestir oddaleikir félaga um Íslandsmeistaratitilinn:
5 - Njarðvík (3 sigrar, 2 töp)
5 - Keflavík (3 sigrar, 2 töp)
4 - KR (2 sigrar, 1 tap, 2019)
4 - Grindavík (1 sigur, 3 töp)
2 - Haukar (1 sigur, 1 tap)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.