Körfubolti

Portland tók forystu eftir fjórar framlengingar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Portland Trail Blazers er komið með forskot
Portland Trail Blazers er komið með forskot vísir/getty

Portland Trail Blazers tók forystuna í ótrúlegum leik í undanúrslitaeinvígi sínu við Denver Nuggets í Vesturdeild NBA í nótt. Milwaukee Bucks komst yfir gegn Boston Celtincs í Austurdeildinni.

Fjórar framlengingar þurfti til þess að ná fram úrslitum í leiknum og er það jöfnun á lengsta leik í sögunni í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Aðeins einu sinni áður hefur þurft að fjórframlengja, það var í 1953 í leik Boston Celtics og Syracuse Nationals.

Seth Curry tryggði Portland sigurinn af vítalínunni á síðustu sekúndum fjórðu framlengingarinnar en leiknum lauk með 140-137 sigri Trail Blazers.

CJ McCollum skoraði 41 stig fyrir Portland og Damian Lillard 28.

Nikola Jokic náði í tvöfalda þrennu, hans þriðja í úrslitakeppninni, með 33 stig, 18 fráköst og 14 stoðsendingar í liði Denver. Jokic gat jafnað leikinn af vítalínunni með 5,6 sekúndur eftir, en hann hitti aðeins úr öðru vítaskoti sínu. Curry fór svo á punktinn fyrir Portland og tryggði sigurinn.

Staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir Portland.Það var minni dramatík í Boston þar sem gestirnir í Milwaukee Bucks unnu 123-116 sigur og eru komnir í 2-1 í einvíginu.

Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks með 32 stig og 13 fráköst, George Hill bætti við 21 stigi og Khris MIddleton 20.

Boston gerði mikið í því að brjóta á Grikkjanum en hann skoraði 16 stig af vítalínunni og átti aðeins 13 skottilraunir í opnum leik.

Heimamenn voru stigi yfir í hálfleik en Milwaukee kom sterkara út í seinni hálfleikinn og varð munurinn mest 17 stig í síðasta leikhlutanum.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.