Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 14:22 Kári Kristján Kristjánsson vísir/vilhelm Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita