Körfubolti

Houston vann í framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Harden og félagar þurftu sigur
James Harden og félagar þurftu sigur vísir/getty
Houston Rockets hafði betur gegn Golden State Warriors í framlengdum leik í undanúrslitum Vesturdeildar NBA. Houston náði þar með í sinn fyrsta sigur í seríunni.

James Harden skoraði 41 stig fyrir Rockets og Eric Gordon átti besta leik í úrslitakeppni á ferlinum þegar Houston vann 126-121.

Gordon skoraði 30 stig, þar af setti hann 21 stig beint úr þriggja stiga skoti.

„Þetta snýst allt um að leggja hönd á plóg sóknarlega og varnarlega hvern einasta dag til þess að gefa þér tækifæri á að vinna,“ sagði Gordon við ESPN eftir leikinn.

Kevin Durant setti 46 stig fyrir Warriors sem gerðu áhlaup seint í leiknum en Houston hélt út og náði í mikilvægan sigur í seríunni.

Staðan er nú 2-1 fyrir Golden State, en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara í úrslit. Fjórði leikurinn er á mánudagskvöld í Houston.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×