Körfubolti

Houston vann í framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Harden og félagar þurftu sigur
James Harden og félagar þurftu sigur vísir/getty

Houston Rockets hafði betur gegn Golden State Warriors í framlengdum leik í undanúrslitum Vesturdeildar NBA. Houston náði þar með í sinn fyrsta sigur í seríunni.

James Harden skoraði 41 stig fyrir Rockets og Eric Gordon átti besta leik í úrslitakeppni á ferlinum þegar Houston vann 126-121.

Gordon skoraði 30 stig, þar af setti hann 21 stig beint úr þriggja stiga skoti.

„Þetta snýst allt um að leggja hönd á plóg sóknarlega og varnarlega hvern einasta dag til þess að gefa þér tækifæri á að vinna,“ sagði Gordon við ESPN eftir leikinn.

Kevin Durant setti 46 stig fyrir Warriors sem gerðu áhlaup seint í leiknum en Houston hélt út og náði í mikilvægan sigur í seríunni.

Staðan er nú 2-1 fyrir Golden State, en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara í úrslit. Fjórði leikurinn er á mánudagskvöld í Houston.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.