Nýja Spiderman-stiklan er löðrandi í spillum Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2019 10:31 Spiderman fer í Evrópureisu í nýjustu myndinni. Í gær var mánudagur, en þó ekki venjulegur mánudagur, því þessi dagur boðaði ekki gott fyrir þá sem eiga eftir að sjá nýjustu Marvel-myndina Avengers: Endgame. Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, höfðu lagt á blátt bann við opinberum umræðum um myndina, það er að segja svokallað bann við „spoiler-um“, en greindu frá því í síðustu viku að það bann myndi taka enda á mánudag, sem var í gær. Það þýðir að allir hafa leyfi til að tala frjálslega um innihald myndarinnar og endalok hennar. Þessi bann Russo-bræðranna endaði einnig á fullkomnum tíma, nánast of fullkomnum, því í gær var frumsýnd önnur stiklan úr næstu Spiderman-mynd: Far from Home. Af hverju ætli það sé? Jú, því í stiklunni koma fram lykilupplýsingar um endalok Endgame, því ættu þeir sem ekki hafa séð þá mynd ekki að horfa á nýju Spiderman-stikluna.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið hér og ekki lesa lengra. Fyrir þá sem ætla að lesa lengra er vert að vita að þessi nýja stikla gefur einnig til kynna í hvaða átt Marvel ætlar með þennan söguheim sinn.Í stiklunni er strax komið inn á dauðdaga Tony Stark og hvernig Peter Parker þarf að halda lífi sínu áfram án læriföður síns. Aðstoðarmaður Stark, Happy Hogan, er enn umsjónarmaður Parkers en ofurnjósnarinn Nick Fury blandar sér fljótlega í líf Kóngulóarmannsins og hefur upp á honum í Evrópureisu. Þar færir Fury piltinum þær fréttir að eftir að hanskanum með öllum óendanleikasteinunum var smellt opnaðist gátt yfir í hliðarveruleika (multiverse) þar sem allt er í rugli. Þarf Parker að hefja samstarf við Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaal, sem er einhverskonar ofursjónhverfingamaður. En þessi nýi veruleiki í Marvel heiminum, að til sé hliðstæður veruleiki, opnar á ansi marga möguleika þegar kemur að því að kynna nýjar persónur til leiks. Kvikmyndaréttur Spiderman er eign kvikmyndavers Sony sem hefur þó gefið Marvel leyfi til að gera myndir um þennan knáa pilt. Þetta er þekkt stef úr myndasögunum, svokallaðir hliðarveruleikar, sem þessar myndir eru byggðar á og þarf ekki leita lengra aftur en til ársins 2018 til að finna myndina Spider-man: Into the Spider-Verse þar sem sögusviði voru hliðstæðir veruleikar sem allir áttu sinn Kóngulóarmann.Það gæti mögulega opnað á að elsta ofurhetjuteymi Marvel-sagnaheimsins, Fantastic Four, bætist í Avengers eða jafnvel allur X-Men bálkurinn. Disney hefur nefnilega eignast Fox-kvikmyndaverið sem átti réttinn á Fantastic Four og X-Men. Eddie Brock, eða Venom sem Tom Hardy lék í fyrra, gæti jafnvel gengið til liðs við Black Panther. Allavega, Spider-Man: Far from Home, kemur út 2. júlí næstkomandi og Marvel-liðar hvergi nærri hættir að dæla út myndum. Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Í gær var mánudagur, en þó ekki venjulegur mánudagur, því þessi dagur boðaði ekki gott fyrir þá sem eiga eftir að sjá nýjustu Marvel-myndina Avengers: Endgame. Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, höfðu lagt á blátt bann við opinberum umræðum um myndina, það er að segja svokallað bann við „spoiler-um“, en greindu frá því í síðustu viku að það bann myndi taka enda á mánudag, sem var í gær. Það þýðir að allir hafa leyfi til að tala frjálslega um innihald myndarinnar og endalok hennar. Þessi bann Russo-bræðranna endaði einnig á fullkomnum tíma, nánast of fullkomnum, því í gær var frumsýnd önnur stiklan úr næstu Spiderman-mynd: Far from Home. Af hverju ætli það sé? Jú, því í stiklunni koma fram lykilupplýsingar um endalok Endgame, því ættu þeir sem ekki hafa séð þá mynd ekki að horfa á nýju Spiderman-stikluna.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið hér og ekki lesa lengra. Fyrir þá sem ætla að lesa lengra er vert að vita að þessi nýja stikla gefur einnig til kynna í hvaða átt Marvel ætlar með þennan söguheim sinn.Í stiklunni er strax komið inn á dauðdaga Tony Stark og hvernig Peter Parker þarf að halda lífi sínu áfram án læriföður síns. Aðstoðarmaður Stark, Happy Hogan, er enn umsjónarmaður Parkers en ofurnjósnarinn Nick Fury blandar sér fljótlega í líf Kóngulóarmannsins og hefur upp á honum í Evrópureisu. Þar færir Fury piltinum þær fréttir að eftir að hanskanum með öllum óendanleikasteinunum var smellt opnaðist gátt yfir í hliðarveruleika (multiverse) þar sem allt er í rugli. Þarf Parker að hefja samstarf við Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaal, sem er einhverskonar ofursjónhverfingamaður. En þessi nýi veruleiki í Marvel heiminum, að til sé hliðstæður veruleiki, opnar á ansi marga möguleika þegar kemur að því að kynna nýjar persónur til leiks. Kvikmyndaréttur Spiderman er eign kvikmyndavers Sony sem hefur þó gefið Marvel leyfi til að gera myndir um þennan knáa pilt. Þetta er þekkt stef úr myndasögunum, svokallaðir hliðarveruleikar, sem þessar myndir eru byggðar á og þarf ekki leita lengra aftur en til ársins 2018 til að finna myndina Spider-man: Into the Spider-Verse þar sem sögusviði voru hliðstæðir veruleikar sem allir áttu sinn Kóngulóarmann.Það gæti mögulega opnað á að elsta ofurhetjuteymi Marvel-sagnaheimsins, Fantastic Four, bætist í Avengers eða jafnvel allur X-Men bálkurinn. Disney hefur nefnilega eignast Fox-kvikmyndaverið sem átti réttinn á Fantastic Four og X-Men. Eddie Brock, eða Venom sem Tom Hardy lék í fyrra, gæti jafnvel gengið til liðs við Black Panther. Allavega, Spider-Man: Far from Home, kemur út 2. júlí næstkomandi og Marvel-liðar hvergi nærri hættir að dæla út myndum.
Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira