Handbolti

Barcelona og PSG vildu Viktor Gísla en hann valdi GOG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörðurinn ungi og efnilegi, segir að mörg lið hafi borið víurnar í hann en hann hafi ákveðið að skrifa undir samning við GOG í Danmörku.

Tilkynnt var í gær um að Viktor Gísli hefði skrifað undir þriggja ára samning við danska félagið en hann valdi að fara til danska liðsins þrátt fyrir mikinn áhuga annars staðar frá.

„Þetta er geggjað. Þetta er rosa stökk og verður örugglega mjög erfitt en þetta er geggjað tækifæri,“

„Þetta er frábært lið þar sem eru tveir Íslendingar og svo gáfu þeir mér tækifæri á að vera fyrsti markvörður. Það er mikið pælt í því.“

Hvaða önnur lið höfðu áhuga á kappanum?

„PSG og Barcelona. Það voru aðallega ungliðaliðin þar og æfa með aðalliðinu en svo mörg önnur lið. Það eru ekki mikið af markmönnum í heiminum í dag svo það var nóg um að velja.“

„Allt mjög heillandi. Það væri mjög nett að fara í stórliðin en ég held að það sé ekki rétta skrefið til að taka framförum. Ef þú ferð í lið þar sem þú ert fyrsti markvörður er það betra skref.“

Hann setur markið hátt.

„Bestur í heimi. Það er planið. Ég þarf að fókusa á fjögur til fimm árin og taka réttu skrefin. Þá ætti það að ganga upp. Ég er búinn að vera fyrsti markvörður í þrjú ár og er búinn að þroskast mikið.“

„Ég var ánægður með tímabilið hjá mér eftir áramót. Þetta byrjaði hægt hjá mér en svo fannst mér vera stígandi í þessu. Ég er sáttur hvar ég er núna.“

Innslagið um Viktor hefst þegar 2:35 eru búnar af myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×