Handbolti

Arnór og félagar fögnuðu sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Þór Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu
Arnór Þór Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu vísir/getty

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer unnu tæpan sigur á Melsungen í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.

Arnór Þór skoraði fjögur mörk úr átta skotum í 25-24 sigri Bergischer.

Heimamenn í Bergischer skoruðu sigurmarkið þegar ein og hálf mínúta var til leikskloka eftir að hafa verið 23-24 undir á 53. mínútu en það var lítið skorað undir lok leiksins.

Staðan hafði verið jöfn 14-14 í hálfleik.

Bergischer er í 6. sæti deildarinnar eftir 27 leiki af 34 og eru með 31 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.