Handbolti

Rúnar: Við lítum á þetta sem seríu

Gabríel Sighvatsson skrifar
Rúnar hefur lagt leikinn vel upp í dag.
Rúnar hefur lagt leikinn vel upp í dag. vísir/bára

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hans menn komu á óvart og unnu stórsigur á sterku liði Hauka.

„Þetta býr í liðinu, þegar menn leggja sig fram og þó það sé ekki að ganga allt upp hjá öllum, þá kom maður í manns stað. Þetta er þéttur hópur, frábær markvarsla hjá báðum markmönnum.”

„Við lítum á þetta sem seríu þannig að þetta er komið í oddaleik,” sagði Rúnar en Stjarnan byrjaði leikinn vel og náðu strax yfirhöndinni í leiknum og þá var þetta orðið erfitt fyrir Hauka.

„Mótspyrnan frá þeim, þeir náðu einu áhlaupi í lok fyrri hálfleiks en áhlaupin sem þeir reyndu eftir það náðum við að standast. Þetta var góð liðsframmistaða hjá okkar mönnum, nýir menn að stíga upp og mjög fínt.”

„Þetta tekur á að spila svona leiki. Mínir menn hafa gaman að þessu og það var ekki að sjá inni í klefa að þeir væru búnir að spila í 60 mínútur.”

Rúnar sagði mikilvægt að halda stillingu og mæta með rétt hugarfar til leiks í oddaleikinn.

„Við lítum á þetta sem seríu, 1-1. Við vitum að sigur í næsta leik kemur okkur áfram.”

„Það er góður liðsandi og við reynum að finna eitthvað nýtt sem hressir okkur aðeins við. Þetta er nýr leikur, við þurfum að byrja á núlli og passa að missa ekki "kontaktinn" við gólfið, við ætlum ekki að svífa yfir loftin blá.”

„Við þurfum að leggja okkur fram og vera jarðbundnir til að ná sigri. Við þurfum að koma í veg fyrir áhlaup Hauka og í dag vorum við ekki að gefa þeim neinn séns á að komast inn í leikinn, það tekst ekki alltaf og því er ég ánægður með þetta.” sagði Rúnar að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.