Körfubolti

Rekinn eftir næstversta árangur sögunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Igor Kokoskov þarf að leita sér að vinnu
Igor Kokoskov þarf að leita sér að vinnu vísir/getty

Fyrsti Evrópubúinn sem stýrt hefur NBA liði var í gærkvöld rekinn eftir mikið vonbrigðatímabil.

Þegar Igor Kokoskov var ráðinn til Phoenix Suns fyrir þetta tímabil varð hann fyrsti aðalþjálfarinn í sögu NBA deildinni sem fæddist í Evrópu.

Hann hafði hins vegar eytt 18 tímabilum í NBA deildinni sem aðstoðarþjálfari og stýrði Slóveníu til síns fyrstsa Evrópumeistaratitils árið 2017.

Hann tók við liðinu eftir erfitt tímabil þar sem það hafði aðeins unnið 21 leik. Kokoskov tókst hins vegar ekki að lífga liðið við, tímabilið í ár varð enn verra og Suns lauk leik með 19 sigra og 63 töp, versta árangurinn í Vesturdeildinni í ár. Þetta var jafnframt næst versta tímabil í sögu félagsins, aðeins 1969 varð árangurinn verri, þá vann Phoenix 16 leiki.

„Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að það sé best fyrir okkur að horfa annað með aðalþjálfara,“ sagði framkvæmdarstjóri Suns, James Jones.

Fréttamaður ESPN heldur því fram að Suns hafi ákveðið að losa sig við Kokoskov á þessum tímapunkti til þess að geta keppt við Los Angeles Lakers um aðstoðarþjálfara Philadelphia 76ers, Monty Williams.

Williams hefur nú þegar sest einu sinni niður með Lakers og er annar fundur á dagskrá í vikunni.

Phoenix hefur skipt ört um þjálfara síðustu ár en næsti maður sem kemur inn verður sá sjöundi á átta tímabilum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.