Þökkum öryrkjum á hverju kvöldi Einar G Harðarson skrifar 23. apríl 2019 10:37 Eftir morgunkaffið hugsum við lítið um slys og veikindi þegar við höldum út í daginn full bjartsýni og vonar. Fjarlægt er huga flestra sú staðreynd að á hverjum degi er fast hlutfall slysa og veikinda ár eftir ár. Skráð slys hjá Almannatryggingum árið 2014 voru 2157. 2015 voru þau 2126, og þar á eftir 2156. Frávikið er lítilsvert; á hverjum degi eru sömu líkur á því að heilbrigð manneskja í dag verði öryrki á morgun. Teljumst við heppin þegar við komum heil heim á kvöldin? Fjöldin allur er til af greinum stjórnmálamanna um fögur fyrirheit til öryrkja, en reyndin er sú að ómögulegt virðist að afhenda öryrkjum það sem var tekið af þeim eftir hrun. Árið 2009 var lagt á tekjutenging við öryrkjabætur og gátu öryrkjar ekki lengur aflað tekna án þess að það yrði tekið af þeim. Margt var tekið af landsmönnum í hruninu en grátlegt er að þeim sem minnst mega sín hefur gengið verst að fá fjárhagslega hlut sinn bættan. Svo ekki sé minnst á þau óhagræði og vanlíðan sem felst í slysum og sjúkdómum. Sagt er að það kosti tugi milljarða að afnema tekjutenginguna, en sú spá virðist ekki taka til greina að án hennar myndu þeir öryrkjar sem geta unnið meira, vinna meira. Það mun samsvara tugum milljarða til markaðarins og þar af leiðandi til ríkisins. Tekjutengingin hvetur öryrkja hins vegar til að vinna minna og það er slæmt fyrir alla. Þetta er einfalt: Lífeyri skattur tekjur250000 50000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 250000 500000 Öryrki með 500,000kr. í laun á mánuði auk lífeyris hefur endurgreitt lífeyrin að fullu með sköttum. Það er gefið að ekki allir öryrkjar geta unnið fyrir slíkar upphæðir en það þyrfti ekki marga til að jafna út kostnaðinn. Með kerfinu eins og það er í dag vinna jafnvel þeir sem geta það lítið sem ekkert. Að afnema tekjutenginguna væri það minnsta sem við getum gert. Raunar ættum við að greiða öryrkjum mannsæmandi laun það sem eftir er, punktur. Ekki orð um það meir. Staðan er sú að ekki nokkur heilbrigð manneskja í dag myndi vilja lifa við kjör samfélagsins ef slys skyldi henda hana á morgun, en á móti eigum við ekki að sannfærast einungis af hræðsluáróðri um okkar eigin hagsmuni. Hér erum við að ræða um hagsmuni ríkisins, frjálsa markaðarins, menningarinnar, og einstaklinganna sem tóku á sig slysin og sjúkdómana fyrir okkar hönd. Þökkum því öryrkjum og sýnum það í verki fremur en orðum. Höfundur er löggiltur fasteignasali og formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir morgunkaffið hugsum við lítið um slys og veikindi þegar við höldum út í daginn full bjartsýni og vonar. Fjarlægt er huga flestra sú staðreynd að á hverjum degi er fast hlutfall slysa og veikinda ár eftir ár. Skráð slys hjá Almannatryggingum árið 2014 voru 2157. 2015 voru þau 2126, og þar á eftir 2156. Frávikið er lítilsvert; á hverjum degi eru sömu líkur á því að heilbrigð manneskja í dag verði öryrki á morgun. Teljumst við heppin þegar við komum heil heim á kvöldin? Fjöldin allur er til af greinum stjórnmálamanna um fögur fyrirheit til öryrkja, en reyndin er sú að ómögulegt virðist að afhenda öryrkjum það sem var tekið af þeim eftir hrun. Árið 2009 var lagt á tekjutenging við öryrkjabætur og gátu öryrkjar ekki lengur aflað tekna án þess að það yrði tekið af þeim. Margt var tekið af landsmönnum í hruninu en grátlegt er að þeim sem minnst mega sín hefur gengið verst að fá fjárhagslega hlut sinn bættan. Svo ekki sé minnst á þau óhagræði og vanlíðan sem felst í slysum og sjúkdómum. Sagt er að það kosti tugi milljarða að afnema tekjutenginguna, en sú spá virðist ekki taka til greina að án hennar myndu þeir öryrkjar sem geta unnið meira, vinna meira. Það mun samsvara tugum milljarða til markaðarins og þar af leiðandi til ríkisins. Tekjutengingin hvetur öryrkja hins vegar til að vinna minna og það er slæmt fyrir alla. Þetta er einfalt: Lífeyri skattur tekjur250000 50000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 250000 500000 Öryrki með 500,000kr. í laun á mánuði auk lífeyris hefur endurgreitt lífeyrin að fullu með sköttum. Það er gefið að ekki allir öryrkjar geta unnið fyrir slíkar upphæðir en það þyrfti ekki marga til að jafna út kostnaðinn. Með kerfinu eins og það er í dag vinna jafnvel þeir sem geta það lítið sem ekkert. Að afnema tekjutenginguna væri það minnsta sem við getum gert. Raunar ættum við að greiða öryrkjum mannsæmandi laun það sem eftir er, punktur. Ekki orð um það meir. Staðan er sú að ekki nokkur heilbrigð manneskja í dag myndi vilja lifa við kjör samfélagsins ef slys skyldi henda hana á morgun, en á móti eigum við ekki að sannfærast einungis af hræðsluáróðri um okkar eigin hagsmuni. Hér erum við að ræða um hagsmuni ríkisins, frjálsa markaðarins, menningarinnar, og einstaklinganna sem tóku á sig slysin og sjúkdómana fyrir okkar hönd. Þökkum því öryrkjum og sýnum það í verki fremur en orðum. Höfundur er löggiltur fasteignasali og formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun