Körfubolti

Hafa unnið fyrsta leikinn í úrslitum sjö sinnum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar hafa ekki tapað fyrsta leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2007.
KR-ingar hafa ekki tapað fyrsta leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2007. vísir/bára

Úrslitaeinvígi KR og ÍR um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta hefst í DHL-höllinni í kvöld.

KR er í úrslitum sjötta árið í röð og þrettánda sinn alls. KR hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð. ÍR hefur aftur á móti aldrei komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar tímabilið 1983-84.

Í síðustu sjö skipti sem KR hefur komist í úrslit hefur liðið unnið fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Það þarf að fara aftur til 2007 til að finna úrslitaeinvígi þar sem KR-ingar unnu ekki fyrsta leikinn. Njarðvík vann þá fyrsta leikinn, 99-78, en KR vann næstu þrjá og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

KR vann fyrsta leikinn í úrslitunum 2009, 2011 og 2014-18. KR vann einnig fyrsta leikinn í úrslitunum 1990.

KR hefur jafnan byrjað úrslitaeinvígi á því að vinna fyrsta leikinn stórt. Árið 2011 vann KR Stjörnuna með 30 stiga mun, 108-78. Sami munur var á KR og Haukum 2016, 91-61. Ári síðar vann KR Grindavík með 33 stiga mun, 98-65, og í fyrra vann KR Tindastól með 21 stigi á útivelli, 54-75.

Leikur KR og ÍR hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30.

KR varð Íslandsmeistari í fyrra eftir 3-1 sigur á Tindastóli. vísir/bára

Fyrstu leikir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn:

1989
Keflavík 77-74 KR -3

1990 (Íslandsmeistarar)
KR 81-72 Keflavík +9

1998
KR 75-88 Keflavík -13

2000 (Íslandsmeistarar)
Grindavík 67-64 KR -3

2007 (Íslandsmeistarar)
Njarðvík 99-78 KR -21

2009 (Íslandsmeistarar)
KR 88-84 Grindavík +4

2011 (Íslandsmeistarar)
KR 108-78 Stjarnan +30

2014 (Íslandsmeistarar)
KR 93-84 Grindavík +9

2015 (Íslandsmeistarar)
KR 94-74 Tindastóll +20

2016 (Íslandsmeistarar)
KR 91-61 Haukar +30

2017 (Íslandsmeistarar)
KR 98-65 Grindavík +33

2018 (Íslandsmeistarar)
Tindastóll 54-75 KR +21


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.