Körfubolti

Hafa unnið fyrsta leikinn í úrslitum sjö sinnum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar hafa ekki tapað fyrsta leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2007.
KR-ingar hafa ekki tapað fyrsta leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2007. vísir/bára
Úrslitaeinvígi KR og ÍR um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta hefst í DHL-höllinni í kvöld.

KR er í úrslitum sjötta árið í röð og þrettánda sinn alls. KR hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð. ÍR hefur aftur á móti aldrei komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar tímabilið 1983-84.

Í síðustu sjö skipti sem KR hefur komist í úrslit hefur liðið unnið fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Það þarf að fara aftur til 2007 til að finna úrslitaeinvígi þar sem KR-ingar unnu ekki fyrsta leikinn. Njarðvík vann þá fyrsta leikinn, 99-78, en KR vann næstu þrjá og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

KR vann fyrsta leikinn í úrslitunum 2009, 2011 og 2014-18. KR vann einnig fyrsta leikinn í úrslitunum 1990.

KR hefur jafnan byrjað úrslitaeinvígi á því að vinna fyrsta leikinn stórt. Árið 2011 vann KR Stjörnuna með 30 stiga mun, 108-78. Sami munur var á KR og Haukum 2016, 91-61. Ári síðar vann KR Grindavík með 33 stiga mun, 98-65, og í fyrra vann KR Tindastól með 21 stigi á útivelli, 54-75.

Leikur KR og ÍR hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30.

KR varð Íslandsmeistari í fyrra eftir 3-1 sigur á Tindastóli.vísir/bára
Fyrstu leikir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn:

1989

Keflavík 77-74 KR -3

1990 (Íslandsmeistarar)

KR 81-72 Keflavík +9

1998

KR 75-88 Keflavík -13

2000 (Íslandsmeistarar)

Grindavík 67-64 KR -3

2007 (Íslandsmeistarar)

Njarðvík 99-78 KR -21

2009 (Íslandsmeistarar)

KR 88-84 Grindavík +4

2011 (Íslandsmeistarar)

KR 108-78 Stjarnan +30

2014 (Íslandsmeistarar)

KR 93-84 Grindavík +9

2015 (Íslandsmeistarar)

KR 94-74 Tindastóll +20

2016 (Íslandsmeistarar)

KR 91-61 Haukar +30

2017 (Íslandsmeistarar)

KR 98-65 Grindavík +33

2018 (Íslandsmeistarar)

Tindastóll 54-75 KR +21


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×