Spánn og Katalónía: Rómantík, þjóðernishyggja og áróður Birgir Hans Birgisson skrifar 23. apríl 2019 13:45 Mikið hefur farið fyrir hinni svokölluðu sjálfstæðisbaráttu Katalóníu í íslenskum fjölmiðlum undanfarið. Umræða sem oft á tíðum hefur verið umvafin nánast rómantískum blæ um sjálfstæði, frelsi þjóða og baráttu hins góða gegn hinu illa. Íslenskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að taka viðtöl við aðila sem eru alla jafna hlynntir sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins, þar sem persónulegri sýn er oftar en ekki tekið sem heilugum sannleika, birt sem hlutlausar staðreyndir. Ég tel mikilvægt, ekki síst sem andsvar við oft á tíðum gagnrýnislausum fréttaflutningi, að fara yfir nokkrar hlutlausar sögulegar og samfélagslegar staðreyndir er málið varða. Í þeim tilgangi að varpa, í stuttu máli, ljósi á hvað raunverulega sé að gerast í málum Katalóníu á Spáni og hver formáli þess sé, burtséð frá persónulegum ávinningi, áróðri eða blindri þjóðernishyggju. Mun ég í þeim tilgangi tefla fram helstu staðreyndum sem birtar hafa verið í fjölmiðlum um málið og í framhaldinu skoða hvaða rökstuðningur liggur þar að baki.Kúgun og ríkidæmi Katalóníu: Komið hefur fram að Katalónía sé ríkasta hérað Spánar. Skv. gögnum frá Hagstofu Spánar (Instituto Nacional de Estadística) fyrir árið 2017 er Katalónía fjórða ríkasta hérað Spánar þegar kemur að landsframleiðslu á mann auk þess að vera það skuldsettasta, með skuld við spænska ríkið upp á 57 miljarða evra. Jafnframt er Katalónía með sjötta stærsta fjárlagahallan á Spáni, og þar sem héraðinu er ókleyft að fjármagna sig á alþjóðamörkuðum sökum lánshæfismats síns, þarf það á lánalínu frá spænska ríkinu að halda. Jafnframt hefur borið á umræðu um að spænska ríkið „mjólki” héraðið í þeim tilgangi að fjármagna sig og önnur fátækari héruð, í því ljósi tala tölurnar skýru máli. Þegar litið er til þess að Katalónía borgar um 207€ meira til spænska ríkisins per mann en það fær til baka, en þær tölur setja héraðið í fimmta sæti yfir greiðslur til spænska ríkisins per haus. Miðað við sömu greiðslur með tilliti til landsframleiðslu á mann vermir héraðið svo sjöunda sætið. Sem dæmi þá greiðir Valensíahérað, nágrannahérað Kaltalóníu 702€ meira til spænska ríkisins per mann en það fær til baka þrátt fyrir landsframleiðslu á mann sem er um 20% lægri.Spánn er ólýðræðislegt og lifir undir arfleið Francos: Önnur ástæða fyrir því að Katalónía eigi að fá sjálfstæði, sem fram hefur komið í fjölmiðlum, er sú að arfleið einræðisherrans alkunna Fransisco Franco, sem dó fyrir 44 árum síðan, lifi enn. Vissulega er hægt að færa rök fyrir því að áhrif Francos á spænskt samfélag séu enn sýnileg, enda var hann og hans kaþólska-fasista stjórn við völd í nærri 4 áratugi. Það hins vegar að segja að á Spáni sé í dag samskonar ólýðræði við völd og á hans valdatíma, á þó varla við rök að styðjast, og einföldun sem varla slær ryki í augun á nokkrum nútímamanni. Samkvæmt lýðræðisvísitölu The Economist fyrir árið 2018, er á Spáni í dag það sem kallast „full democracy”, sem þýða mætti á íslensku sem „fullnaðar lýðræði”. Þannig mætti taka 18.000 manna mótmælagöngu katalónskra sjálfstæðissinna í höfuðborginni Madrid þann 16. mars síðastliðinn sem dæmi um hversu sterklega stjórnarskrárréttur Spánverja er tryggður. Þess má svo geta að samkvæmt skýrslu OECD frá 2017 er Spánn eitt minnst miðstýrða ríki heims og hefur katalóníuhérað sjálfstæða umsjón með stæðstum hluta opinberrar stjórnsýslu sinnar. Þar má meðal annars nefna mennta- heilbrigðis og velferðarmál, lögreglu, þing, héraðsstjórn sem og dómsstóla.Alþjóðalög eru gegn Spáni: Í viðtali við fréttaflutningi í íslenskum fjölmiðlum minnist ég þess að hafa lesið hvernig spænska ríkið hafi brotið alþjóðalög með því að banna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu og í framhaldinu handtekið þá sem lýstu yfir einhliða sjálfstæði héraðsins. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að sjá að þarna er farið með fleipur. Spænska stjórnarskráin heimilar að sjálfsögðu þjóðaratkvæðagreiðslur, hins vegar verður sú kosning af fara fram hjá allri þjóðinni, en ekki einungis litlum hluta hennar. Samkvæmt stjórnarskránni liggur fullveldi Spánar, eðli málsins samkvæmt, hjá allri spænsku þjóðinni og skv úrskurði stjórnarskrárdómstóls landsins þýðir það að sjálfstæðar þjóðaratkvæðagreiðslur ákveðinna héraða séu ólöglegar nema allir Spánverjar fái að taka þátt. Á Íslandi gætum við t.d. ekki haldið sér þjóðaratkvæðagreiðslu í Vestmannaeyjum og látið þær gilda, sú atkvæðagreiðsla væri að sjálfsögðu ekki gild. Svipaðar reglur er jafnframt að finna í fleiri löndum s.s. í Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Þess má þó geta að alþjóðalög viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt þeirra svæða sem lúta stjórnar nýlenduvalds, hafa orðið fyrir innrás eða lifa undir alvarlegurm brotum á mannréttindum. Ekkert af þessu á við um Katalóníu. Katalónska samfélagið sameinað: Þó að öll ofangreind rök hallist gegn því að Katalónía fái sjálfstæði frá Spáni, þá myndi vægi þeirra litlu máli skipta ef að Katalóníubúar væru sameinaðir í vilja sínum að öðlast sjálfstæði. Ekki ólíkt því þegar að við íslendingar lýstum yfir sjálfstæði frá Danmörku árið 1944 með 98,5 % samþykktra atkvæða. En í Katalóníu er raunin ekki sú og síðustu fimm ára hafa allar skoðanakannanir sýnt fram á gífurlegan klofning í héraðinu þegar kemur að kröfunni um aðskilnað frá Spáni. Í síðustu hérðaskosningum sem að komu i kjölfar áberandi sjálfstæðisbaráttu í Katalóníu síðustu misseri, unnu sjálfstæðissinnar t.d. með eins manns meirihluta vegna aukins vægi íbúa í dreifbýli í kosningunum. En Ciudadanos flokkurinn, sem er evrópusinnaður frjálshyggjuflokkur og andstæður sjálfstæðiskröfunni, fékk flest atkvæði kosningabærra manna og kvenna. Niðurstöður sem sýna svart á hvítu að sjálfstæðissinnar eiga á brattan að sækja á sínum heimaslóðum, að sannfæra sitt heimafólk.Að lokum Sögu Katalóníuhéraðs og ástæður þær er að baki liggja hjá ákveðnum hópi íbúa þess að vilja aðskilja sig frá Spáni er augljóslega ekki hægt að útlista í stuttu máli. Því hef ég, í þessari grein, eingöngu reynt að benda á helstu afbakanir á umfjöllun íslenskra fjölmiðla á síðustu misserum um sjálfstæðisbaráttu þessa umrædda héraðs. Mikilvægt er fyrir hvern þann er að umræðunni kemur, hver svo sem persónuleg skoðun viðkomandi kann að vera, að gæta að því að fara ekki rangt með staðreyndir, ekki síst aðilar er miðla eiga hlutlausum fréttaflutningi til hins almenna borgara. Nútíma samfélög verða að byggja á staðreyndum en ekki áróðri, umburðalyndi fyrir fjölbreytileika okkar en ekki þjóðernishyggju og settum lögum í hverju landi en ekki persónulegum skoðunum sem ekki eiga við landslög að styðjast. En sé skautað framhjá slíkum undirstöðuatriðum vestræns samfélags, þarf því miður ekki langt að fara til að sjá samfélög er illa hefur farið fyrir. Höfundur er nemi í Alþjóðasamskiptum við Evrópuháskólann í Valensíaborg á Spáni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir hinni svokölluðu sjálfstæðisbaráttu Katalóníu í íslenskum fjölmiðlum undanfarið. Umræða sem oft á tíðum hefur verið umvafin nánast rómantískum blæ um sjálfstæði, frelsi þjóða og baráttu hins góða gegn hinu illa. Íslenskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að taka viðtöl við aðila sem eru alla jafna hlynntir sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins, þar sem persónulegri sýn er oftar en ekki tekið sem heilugum sannleika, birt sem hlutlausar staðreyndir. Ég tel mikilvægt, ekki síst sem andsvar við oft á tíðum gagnrýnislausum fréttaflutningi, að fara yfir nokkrar hlutlausar sögulegar og samfélagslegar staðreyndir er málið varða. Í þeim tilgangi að varpa, í stuttu máli, ljósi á hvað raunverulega sé að gerast í málum Katalóníu á Spáni og hver formáli þess sé, burtséð frá persónulegum ávinningi, áróðri eða blindri þjóðernishyggju. Mun ég í þeim tilgangi tefla fram helstu staðreyndum sem birtar hafa verið í fjölmiðlum um málið og í framhaldinu skoða hvaða rökstuðningur liggur þar að baki.Kúgun og ríkidæmi Katalóníu: Komið hefur fram að Katalónía sé ríkasta hérað Spánar. Skv. gögnum frá Hagstofu Spánar (Instituto Nacional de Estadística) fyrir árið 2017 er Katalónía fjórða ríkasta hérað Spánar þegar kemur að landsframleiðslu á mann auk þess að vera það skuldsettasta, með skuld við spænska ríkið upp á 57 miljarða evra. Jafnframt er Katalónía með sjötta stærsta fjárlagahallan á Spáni, og þar sem héraðinu er ókleyft að fjármagna sig á alþjóðamörkuðum sökum lánshæfismats síns, þarf það á lánalínu frá spænska ríkinu að halda. Jafnframt hefur borið á umræðu um að spænska ríkið „mjólki” héraðið í þeim tilgangi að fjármagna sig og önnur fátækari héruð, í því ljósi tala tölurnar skýru máli. Þegar litið er til þess að Katalónía borgar um 207€ meira til spænska ríkisins per mann en það fær til baka, en þær tölur setja héraðið í fimmta sæti yfir greiðslur til spænska ríkisins per haus. Miðað við sömu greiðslur með tilliti til landsframleiðslu á mann vermir héraðið svo sjöunda sætið. Sem dæmi þá greiðir Valensíahérað, nágrannahérað Kaltalóníu 702€ meira til spænska ríkisins per mann en það fær til baka þrátt fyrir landsframleiðslu á mann sem er um 20% lægri.Spánn er ólýðræðislegt og lifir undir arfleið Francos: Önnur ástæða fyrir því að Katalónía eigi að fá sjálfstæði, sem fram hefur komið í fjölmiðlum, er sú að arfleið einræðisherrans alkunna Fransisco Franco, sem dó fyrir 44 árum síðan, lifi enn. Vissulega er hægt að færa rök fyrir því að áhrif Francos á spænskt samfélag séu enn sýnileg, enda var hann og hans kaþólska-fasista stjórn við völd í nærri 4 áratugi. Það hins vegar að segja að á Spáni sé í dag samskonar ólýðræði við völd og á hans valdatíma, á þó varla við rök að styðjast, og einföldun sem varla slær ryki í augun á nokkrum nútímamanni. Samkvæmt lýðræðisvísitölu The Economist fyrir árið 2018, er á Spáni í dag það sem kallast „full democracy”, sem þýða mætti á íslensku sem „fullnaðar lýðræði”. Þannig mætti taka 18.000 manna mótmælagöngu katalónskra sjálfstæðissinna í höfuðborginni Madrid þann 16. mars síðastliðinn sem dæmi um hversu sterklega stjórnarskrárréttur Spánverja er tryggður. Þess má svo geta að samkvæmt skýrslu OECD frá 2017 er Spánn eitt minnst miðstýrða ríki heims og hefur katalóníuhérað sjálfstæða umsjón með stæðstum hluta opinberrar stjórnsýslu sinnar. Þar má meðal annars nefna mennta- heilbrigðis og velferðarmál, lögreglu, þing, héraðsstjórn sem og dómsstóla.Alþjóðalög eru gegn Spáni: Í viðtali við fréttaflutningi í íslenskum fjölmiðlum minnist ég þess að hafa lesið hvernig spænska ríkið hafi brotið alþjóðalög með því að banna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu og í framhaldinu handtekið þá sem lýstu yfir einhliða sjálfstæði héraðsins. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að sjá að þarna er farið með fleipur. Spænska stjórnarskráin heimilar að sjálfsögðu þjóðaratkvæðagreiðslur, hins vegar verður sú kosning af fara fram hjá allri þjóðinni, en ekki einungis litlum hluta hennar. Samkvæmt stjórnarskránni liggur fullveldi Spánar, eðli málsins samkvæmt, hjá allri spænsku þjóðinni og skv úrskurði stjórnarskrárdómstóls landsins þýðir það að sjálfstæðar þjóðaratkvæðagreiðslur ákveðinna héraða séu ólöglegar nema allir Spánverjar fái að taka þátt. Á Íslandi gætum við t.d. ekki haldið sér þjóðaratkvæðagreiðslu í Vestmannaeyjum og látið þær gilda, sú atkvæðagreiðsla væri að sjálfsögðu ekki gild. Svipaðar reglur er jafnframt að finna í fleiri löndum s.s. í Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Þess má þó geta að alþjóðalög viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt þeirra svæða sem lúta stjórnar nýlenduvalds, hafa orðið fyrir innrás eða lifa undir alvarlegurm brotum á mannréttindum. Ekkert af þessu á við um Katalóníu. Katalónska samfélagið sameinað: Þó að öll ofangreind rök hallist gegn því að Katalónía fái sjálfstæði frá Spáni, þá myndi vægi þeirra litlu máli skipta ef að Katalóníubúar væru sameinaðir í vilja sínum að öðlast sjálfstæði. Ekki ólíkt því þegar að við íslendingar lýstum yfir sjálfstæði frá Danmörku árið 1944 með 98,5 % samþykktra atkvæða. En í Katalóníu er raunin ekki sú og síðustu fimm ára hafa allar skoðanakannanir sýnt fram á gífurlegan klofning í héraðinu þegar kemur að kröfunni um aðskilnað frá Spáni. Í síðustu hérðaskosningum sem að komu i kjölfar áberandi sjálfstæðisbaráttu í Katalóníu síðustu misseri, unnu sjálfstæðissinnar t.d. með eins manns meirihluta vegna aukins vægi íbúa í dreifbýli í kosningunum. En Ciudadanos flokkurinn, sem er evrópusinnaður frjálshyggjuflokkur og andstæður sjálfstæðiskröfunni, fékk flest atkvæði kosningabærra manna og kvenna. Niðurstöður sem sýna svart á hvítu að sjálfstæðissinnar eiga á brattan að sækja á sínum heimaslóðum, að sannfæra sitt heimafólk.Að lokum Sögu Katalóníuhéraðs og ástæður þær er að baki liggja hjá ákveðnum hópi íbúa þess að vilja aðskilja sig frá Spáni er augljóslega ekki hægt að útlista í stuttu máli. Því hef ég, í þessari grein, eingöngu reynt að benda á helstu afbakanir á umfjöllun íslenskra fjölmiðla á síðustu misserum um sjálfstæðisbaráttu þessa umrædda héraðs. Mikilvægt er fyrir hvern þann er að umræðunni kemur, hver svo sem persónuleg skoðun viðkomandi kann að vera, að gæta að því að fara ekki rangt með staðreyndir, ekki síst aðilar er miðla eiga hlutlausum fréttaflutningi til hins almenna borgara. Nútíma samfélög verða að byggja á staðreyndum en ekki áróðri, umburðalyndi fyrir fjölbreytileika okkar en ekki þjóðernishyggju og settum lögum í hverju landi en ekki persónulegum skoðunum sem ekki eiga við landslög að styðjast. En sé skautað framhjá slíkum undirstöðuatriðum vestræns samfélags, þarf því miður ekki langt að fara til að sjá samfélög er illa hefur farið fyrir. Höfundur er nemi í Alþjóðasamskiptum við Evrópuháskólann í Valensíaborg á Spáni.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun