Körfubolti

Fyrrverandi þjálfari Lakers kærður fyrir kynferðislega áreitni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Walton var ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir að hann hætti hjá Los Angels Lakers. Hann stýrir nú Sacramento Kings.
Walton var ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir að hann hætti hjá Los Angels Lakers. Hann stýrir nú Sacramento Kings. vísir/getty
Luke Walton, nýr þjálfari Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni.

Walton er sakaður um að hafa áreitt sjónvarpskonuna Kelli Tennant á hótelherbergi fyrir þremur árum. Walton var þá aðstoðarþjálfari Golden State Warriors en tók skömmu síðar við Los Angeles Lakers.

Walton á einnig að hafa áreitt Tennant á góðgerðasamkomu í maí 2017.

Hann hætti sem þjálfari Lakers 12. apríl síðastliðinn. Degi síðar var hann ráðinn til Sacramento.

Í yfirlýsingu frá Sacramento kemur fram að félagið sé meðvitað um ásakarnir á hendur Walton og það sé að afla frekari upplýsinga.

Walton stýrði Lakers í þrjú tímabil en tókst aldrei að koma liðinu í úrslitakeppnina.

Þjálfaraleit Lakers stendur enn yfir. Monty Williams, aðstoðarþjálfari Philadelphia 76ers, þykir einna líklegastur til að taka við liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×