Flautuþristur og þristamet frá Lillard Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:30 Lillard var hetjan í nótt vísir/getty Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Sjá meira
Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Sjá meira