Handbolti

HK fellur frá kærunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Umspilið getur hafist á ný, en því var frestað á meðan málið var í meðferð
Umspilið getur hafist á ný, en því var frestað á meðan málið var í meðferð vísir/vilhelm

Handknattleiksdeild HK hefur fallið frá kæru sinni vegna leiks HK og Þróttar í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili.

HSÍ og HK staðfestu þetta með tilkynningum á fjölmiðla nú rétt í þessu.

Forsaga málsins er sú að mótanefnd HSÍ hafði dæmt Þrótti sigur í fyrsta leik liðanna í umspilinu þar sem HK tefldi fram ólöglegum leikmanni að mati mótanefndar.

HK kærði þann úrskurð.

Í gær funduðu fulltrúar HK og HSÍ um málið og í kjölfarið ákvað HK að falla frá kæru sinni.

„Ástæða þess er sú að kærumál líkt og þetta getur tekið langan tíma í meðferð innan hreyfingarinnar og slíkt ferli myndi raska framkvæmd umspils um laust sæti í Olís deild karla verulega. Handknattleiksdeild HK telur því þá ákvörðun um að falla frá kærunni réttast í stöðunni fyrir alla hagsmunaaðila,“ sagði í tilkynningu frá HK.

Í tilkynningu frá HSÍ kom fram að í ljósi þessa máls muni HSÍ yfirfara reglur um leikmannasamninga og félagaskipti „og athuga hvort þörf sé á því að einfalda og skýra reglurnar.“

Þrótti var dæmdur 10-0 í fyrsta leik liðanna en HK vann annan leikinn 27-22. Liðin mætast þriðja sinn á föstudaginn og sigurvegari þess leiks fer áfram í lokaumspilið við Víking.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.