Handbolti

HK dæmdur ósigur gegn Þrótti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Heiðar mátti ekki leika gegn Þrótti.
Jón Heiðar mátti ekki leika gegn Þrótti. vísir/ernir

Þrótti R. hefur verið dæmdur sigur í fyrsta leiknum gegn HK í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili.

HK-ingar unnu leik liðanna í Laugardalshöllinni í gær, 24-27. HK tefldi hins vegar fram ólöglegum leikmanni og Þrótti var því dæmdur sigur, 10-0.

Jón Heiðar Gunnarsson lék í fyrsta sinn með HK á þessu tímabili í umræddum leik. Hann var hins vegar ekki með skráðan leikmannasamning hjá HSÍ og taldist því ólöglegur að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Þróttur er 1-0 yfir í einvíginu en tvo sigra þarf til að komast áfram. Sigurvegarinn í einvígi Þróttar og HK mætir Víkingi í úrslitum um eitt laust sæti í Olís-deildinni.

Annar leikur HK og Þróttar fer fram í Digranesinu klukkan 16:00 á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.