Handbolti

FH búið að finna þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakob og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, handsala samninginn.
Jakob og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, handsala samninginn. mynd/fh
Jakob Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í handbolta. Hann tekur við liðinu af Roland Eradze.

Jakob skrifaði undir þriggja ára samning við FH. Auk þess að stýra meistaraflokki kvenna mun hann þjálfa 3. flokk kvenna hjá félaginu.

Jakob kemur til FH frá Val þar sem hann þjálfaði U-lið kvenna í Grill 66 deildinni og 3. flokk kvenna.

FH endaði í 7. sæti Grill 66 deildarinnar í vetur og tapaði fyrir HK í umspili um sæti í Olís-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×