Handbolti

PSG með bakið upp við vegg eftir stórtap í Póllandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karabatic í baráttunni.
Karabatic í baráttunni. vísir/getty
PSG er í vandræðum eftir fyrri leikinn gegn Kielce í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en PSG tapaði fyrri leiknum í dag, 34-24.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Pólverjarnir voru þó fimm mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Þeir gengu enn frekar á lagið í síðari hálfleik og unnu með tíu mörkum.

Artsem Karalek og Uladzislau Kulesh voru markahæstir í liði Kielce með sex mörk hvor en í liði PSG var það Nedim Remili sem var markahæstur með sex mörk. Mikkel Hansen gerði fimm.

Það er því verk að vinna fyrir PSG fyrir síðari leik liðanna sem fer fram á föstudagskvöldið en þeir þurfa vinna upp tíu marka forskot ætli þeir sér til Kölnar í úrslitahelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×