Formúla 1

Metbyrjun hjá Mercedes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton og Bottas hafa báðir unnið tvær keppnir á tímabilinu.
Hamilton og Bottas hafa báðir unnið tvær keppnir á tímabilinu. vísir/getty

Ökumenn Mercedes, þeir Lewis Hamilton og Valtteri Bottas, hafa skipst á að enda í efstu tveimur sætunum í fyrstu fjórum keppnum tímabilsins í Formúlu 1.

Bottas hrósaði sigri í kappakstrinum í Aserbaídsjan í gær og Hamilton varð annar. Þeir hafa unnið sitt hvorar tvær keppninnar það sem af er tímabili.

Ekkert lið hefur byrjað tímabil á því að taka fyrstu tvö sætin í jafn mörgum keppnum í röð og Mercedes í ár.Williams átti gamla metið en ökumenn liðsins enduðu í tveimur efstu sætunum í fyrstu þremur keppnunum 1992. Bretinn Nigel Mansell vann fyrstu fimm keppnirnar það tímabil. Liðsfélagi hans, Ítalinn Riccardo Patrese, endaði í 2. sæti í fyrstu þremur keppnunum 1992. Hann náði ekki að klára fjórðu keppni tímabilsins og Michael Schumacher á Benetton tók 2. sætið.

Mansell vann öruggan sigur í keppni ökumanna 1992. Hann fékk 108 stig, 52 stigum meira en Patrese. Schumacher varð svo þriðji með 53 stig.

Ef Hamilton og Bottas enda í tveimur efstu sætunum í kappakstrinum í Barcelona um þarnæstu helgi jafnar Mercedes metið yfir flest skipti í röð sem lið hefur átt ökumenn í efstu tveimur sætunum. Mercedes náði því 2014 og 2015-16 og Ferrari 1952 og 2002.

Bottas er efstur í keppni ökumanna með 87 stig, einu stigi á undan heimsmeistaranum Hamilton. Sebastian Vettel á Ferrari er þriðji með 52 stig.

Mercedes er með yfirburðaforystu í keppni bílasmiðla. Mercedes hefur náð í 173 stig en Ferrari er í 2. sætinu með 99 stig. Red Bull er í því þriðja með 64 stig.


Tengdar fréttir

Mercedes sigurvegari í Bakú

Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.