Móðgunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:00 Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun