Körfubolti

Ingi Þór: Helgi var bara eins og gott rauðvín

Axel Örn Sæmundsson skrifar
Ingi er þjálfari KR.
Ingi er þjálfari KR. vísir/anton
„Stoltur af mínum mönnum og þá vinnu sem þeir lögðu í leikinn“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR eftir sigur gegn Þór Þorlákshöfn hér í kvöld.

 

KR voru hrikalega duglegir hér í kvöld og voru tilbúnir í slaginn. Ingi vildi meina að sínir menn væru að setja tóninn fyrir leikinn á mánudaginn.

 

„Vinnusemi og við börðumst meira en þeir í dag, öfugt við hina tvo leikina. Hér erum við að setja tón fyrir leikinn á mánudaginn. Fáum gott framlag af bekknum.“

 

Helgi Már Magnússon gaf KR frábærar mínútur í kvöld og endar leikinn með 15 stig. Ingi Þór var gríðarlega ánægður með hans frammistöðu og hafði aðeins eitt um það að segja.

 

„Helgi var bara eins og gott rauðvín.“

 

Það er mikið skorað í þessum leikjum og bæði lið eru að skora 90 stig lágmark í öllum leikjum.

 

„Í leik tvö var þetta slök vörn, hér í dag var mikið af stórum skotum og fullmikið af auðveldum körfum. Ég var ekkert rosalega ánægður að þeir voru með 46 stig í hálfleik en við vorum yfir svo það er fyrir öllu.“

 

KR-ingarnir eru að rúlla þetta á 8 mönnum sem spila mikið hér í kvöld. Þetta eru allt saman skrokkar á besta aldri og vildi Ingi fara að koma þeim í „treatment“ hjá sjúkraþjálfurunum sem allra fyrst.

 

„Við þurfum að laga líkamanna á okkar mönnum og koma þeim í góð mál. Við erum með flott crew í því og þeir verða orðnir klárir á mánudaginn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×