Körfubolti

Gríska fríkið tróð eins og Jordan í stórsigri | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Giannis Antetoukounmpo er engum líkur.
Giannis Antetoukounmpo er engum líkur. vísir/getty

Milwaukee Bucks átti ekki í neinum vandræðum með að komast í 1-0 í einvígi sínu gegn Detroit Pistons í átta liða úrslitum austurdeildar NBA í nótt þegar að liðið vann stórsigur á heimavelli, 121-86.

Gríska fríkið, Giannis Antetoukounmpo, fór hamförum að vanda og skoraði 24 stig og tók 17 fráköst á aðeins 23 mínútum en heimamenn rúlluðu vel á liðinu og spilaði enginn byrjunarliðsmaður meira en 25 mínútur.

Giannis bauð upp á ein af tilþrifum ársrins þegar að hann stal boltanum í vörninni og fór einn fram völlinn en hann tróð með því að hoppa að körfunni nánast frá vítalínunni eins og Michael Jordan gerði í troðslukeppni forðum daga.

Kyrie Irving skoraði 20 stig og var stigahæstur Boston Celtics þegar að liðið vann Indiana, 84-74, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum austursins og þá vann Portland sigur á OKC Thunder, 104-99.

James Harden var svo nálægt þrennunni í 122-90 sigri Houston gegn Utah Jazz en hann skoraði 29 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Houston sýndi þar mátt sinn og megin og komst í 1-0 í einvíginu.

Úrslit næturinnar:
Boston Celtics - Indiana Pacers 84-75 (1-0)
Portland Trail Blazers - OKC Thunder 104-99 (1-0)
Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 121-86 (1-0)
Houston Rockets - Utah Jazz 122-90 (1-0)

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.