Körfubolti

Gæddi sér á snakki eftir endurkomuna sögulegu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Williams leggur boltann ofan í körfuna án þess að Kevin Durant komi vörnum við.
Williams leggur boltann ofan í körfuna án þess að Kevin Durant komi vörnum við. vísir/getty

Þrátt fyrir að lenda mest 31 stigi undir vann Los Angeles Clippers magnaðan sigur á meisturum Golden State Warriors, 131-135, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð.

Sigur Clippers var sögulegur en aldrei hefur lið komið til baka og unnið eftir að hafa lent jafn mörgum stigum undir í leik í úrslitakeppni NBA. Þetta er jafnframt mesta endurkoma í sögu Clippers.

Lou Williams átti frábæran leik fyrir Clippers í nótt. Hann skoraði 36 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Tólf stiganna komu í 4. leikhluta sem Clippers vann, 41-23.

Eftir sigurinn ótrúlega gæddi Williams sér á snakki á meðan hann hékk í símanum. Clippers birti skemmtilega mynd af þessum hófstillta fagnaði skotbakvarðarins á Twitter.Þrátt fyrir að byrja nánast undantekningarlaust á bekknum er Williams stigahæsti leikmaður Clippers á tímabilinu með 20,0 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig með 3,0 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Williams þykir mjög líklegur til að vera valinn besti sjötti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann fékk þau verðlaun 2015 og 2018.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.