Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Haraldur Benediktsson skrifar 18. apríl 2019 08:15 Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. Um þetta er fjallað með skýrum hætti í EES-samningnum sjálfum. Þrátt fyrir að þetta sé skýrt er því haldið fram af andstæðingum málsins að Ísland tapi forræði yfir orkuauðlindum – og þriðji orkupakkinn fjallar ekki einu sinni um það. Þessar staðhæfingar eru ekki rökstuddar og halda ekki. En til að draga úr áhyggjum efasemdafólks gáfu framkvæmdastjóri orkumála hjá framkvæmdastjórn ESB og utanríkisráðherra Íslands út sameiginlega yfirlýsingu í mars sl. þar sem áréttað er að vegna sérstöðu Íslands sem einangraðs kerfis, hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans hvorki gildi né raunhæfa þýðingu hérlendis. Þá hafa nokkrir af færustu sérfræðingum landsins á þessu sviði fjallað um þetta og staðfest þennan skilning. Nú eru liðin 16 ár síðan íslenski orkumarkaðurinn var markaðsvæddur með upptöku og innleiðingu á fyrsta orkupakkanum. Síðan 1993 hafa grunnreglur EES-samningsins um fjórfrelsið og ríkisstyrki gilt um íslenska raforkumarkaðinn og grunnreglur um samkeppnismál síðan 2003. Því hefur ekki fyrr verið haldið fram að með innleiðingunni höfum við afsalað okkur forræði yfir auðlindinni. Á því verður engin breyting nú. Mikið hefur verið rætt um sæstreng. Ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum. Það er alveg ljóst að hann verður ekki lagður án aðkomu Alþingis og Ísland verður áfram án sæstrengs nema Alþingi ákveði annað. Að halda öðru fram er fjarstæða. Ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði ríkja og falla utan gildissviðs EES-samningsins. Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnsins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Þá verður með þriðja orkupakkanum ekkert ákvörðunarvald gagnvart EFTA-ríkjunum flutt til ACER (stofnunar ESB). Valdheimildir ACER ná að auki ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verður lagður. Það er mikilvægt að við nálgumst umræðuna á yfirvegaðan hátt með staðreyndir að vopni. Nú er málið til meðferðar hjá Alþingi. Þar verður málið skoðað heildstætt og farið yfir öll rök í því. Ef allir gera það hef ég góða sannfæringu fyrir því að áhyggjur einstakra manna af því að við töpum yfirráðum yfir orkuauðlindum séu óþarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haraldur Benediktsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. Um þetta er fjallað með skýrum hætti í EES-samningnum sjálfum. Þrátt fyrir að þetta sé skýrt er því haldið fram af andstæðingum málsins að Ísland tapi forræði yfir orkuauðlindum – og þriðji orkupakkinn fjallar ekki einu sinni um það. Þessar staðhæfingar eru ekki rökstuddar og halda ekki. En til að draga úr áhyggjum efasemdafólks gáfu framkvæmdastjóri orkumála hjá framkvæmdastjórn ESB og utanríkisráðherra Íslands út sameiginlega yfirlýsingu í mars sl. þar sem áréttað er að vegna sérstöðu Íslands sem einangraðs kerfis, hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans hvorki gildi né raunhæfa þýðingu hérlendis. Þá hafa nokkrir af færustu sérfræðingum landsins á þessu sviði fjallað um þetta og staðfest þennan skilning. Nú eru liðin 16 ár síðan íslenski orkumarkaðurinn var markaðsvæddur með upptöku og innleiðingu á fyrsta orkupakkanum. Síðan 1993 hafa grunnreglur EES-samningsins um fjórfrelsið og ríkisstyrki gilt um íslenska raforkumarkaðinn og grunnreglur um samkeppnismál síðan 2003. Því hefur ekki fyrr verið haldið fram að með innleiðingunni höfum við afsalað okkur forræði yfir auðlindinni. Á því verður engin breyting nú. Mikið hefur verið rætt um sæstreng. Ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum. Það er alveg ljóst að hann verður ekki lagður án aðkomu Alþingis og Ísland verður áfram án sæstrengs nema Alþingi ákveði annað. Að halda öðru fram er fjarstæða. Ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði ríkja og falla utan gildissviðs EES-samningsins. Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnsins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Þá verður með þriðja orkupakkanum ekkert ákvörðunarvald gagnvart EFTA-ríkjunum flutt til ACER (stofnunar ESB). Valdheimildir ACER ná að auki ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verður lagður. Það er mikilvægt að við nálgumst umræðuna á yfirvegaðan hátt með staðreyndir að vopni. Nú er málið til meðferðar hjá Alþingi. Þar verður málið skoðað heildstætt og farið yfir öll rök í því. Ef allir gera það hef ég góða sannfæringu fyrir því að áhyggjur einstakra manna af því að við töpum yfirráðum yfir orkuauðlindum séu óþarfar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun